Árni afhjúpar leyndardóminn bakvið pítsubaksturinn

Árni Þorvarðarson bakarameistari og fagstjóri við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi er gest­ur Sjafn­ar Þórðardótt­ur, í þætt­in­um Log­andi ljúf­fengt, að þessu sinni. Árni hefur mikla ástríðu fyrir pítsubakstri og elskar fátt meira en að nostra við pítsurnar.

Árni Þorvarðarson bakarameistari mætti í garðinn til Sjafnar Þórðardóttur umsjónarmanns …
Árni Þorvarðarson bakarameistari mætti í garðinn til Sjafnar Þórðardóttur umsjónarmanns Matarvefs mbl.is og fullkomnar pítsubaksturinn. mbl.is/Eyþór

Hann leikur listir sínar í þættinum og afhjúpar leyndardóminn bakvið pítsubaksturinn þegar alvöru ítalskar pítsur skal gjöra.

„Þegar við bökum margaritu-pítsu erum við ekki bara að gera máltíð, við erum að endurskapa sneið af sögunni. Þessi pítsa, sem á rætur sínar að rekja til Napólí árið 1889, var upprunalega bökuð til heiðurs ítölsku drottningunni Margheritu af Savoy. Síðan er það pestó-pítsan sem er bragðmikil, hæfilega einföld og skemmtileg uppskrift sem er góður valkostur fyrir þá sem vilja njóta ítalskrar matarhefðar,“ segir Árni.

Margarita hans Árna, funheit og falleg.
Margarita hans Árna, funheit og falleg. mbl.is/Eyþór

Sjón er sögu ríkari.

Girnileg pestó-pítsa úr smiðju Árna sem bragð er af.
Girnileg pestó-pítsa úr smiðju Árna sem bragð er af. mbl.is/Eyþór

Margarita- ítalska drottningin

  • 2-4 stk. tilbúið pítsadeig frá Shake&Pizza
  • Maukaðir tómatar frá Olifa
  • 1 mozzarella kúla
  • Fersk basilíkublöð eftir smekk

Aðferð:

  1. Bakið eins og Napólí-bakarar.
  2. Takið kúlurnar út um 2 klukkustundum áður en þið bakið.
  3. Fletjið út með höndunum á tréspaða, ekki með kökukefli, líkt og gert er í myndbandinu.
  4. Smyrjið tómatmaukið á botninn eftir smekk, passið að setja ekki alveg út í endana.
  5. Rifið niður mozzarellakúluna og dreifið.
  6. Settu á vel upphitaðan pítsasteininn í útipítsu-ofninum og bakið við 300–400°C (ef mögulegt) í 60–90 sekúndur.
  7. Munið að snúa pítsunni þrisvar meðan hún er í ofninum á þessum tíma til að hún bakist jafnt á öllum hliðum, sjá myndband.
  8. Takið út og skreytið með basilíkulaufblöðum eftir smekk.
  9. Berið fram á kringlóttum viðarplatta og njótið.

Pesto-pítsa

  • 2-4 stk. tilbúið pítsadeig frá Shake&Pizza
  • Grænt pestó frá Ítalía
  • Rauðlaukur eftir smekk, skorinn í ræmur
  • Klettasalat eftir smekk
  • Hvítlaukstopping frá Shake&Pizza
  • 1 mozzarella kúla

Aðferð:

  1. Bakið eins og Napólí-bakarar.
  2. Takið kúlurnar út um 2 klukkustundum áður en þið bakið.
  3. Fletjið út með höndunum á tréspaða, ekki með kökukefli, líkt og gert er í myndbandinu.
  4. Smyrjið pestó á botninn eftir smekk, passið að setja ekki alveg út í endana.
  5. Dreifið rauðlauknum á pítsuna eftir smekk.
  6. Rifið niður mozzarellakúluna og dreifið.
  7. Settu á vel upphitaðan pítsasteininn í útipítsu-ofninum og bakið við 300–400°C (ef mögulegt) í 60–90 sekúndur.
  8. Munið að snúa pítsunni þrisvar meðan hún er í ofninum á þessum tíma til að hún bakist jafnt á öllum hliðum, sjá myndband.
  9. Takið pítsuna út og setjið á kringlóttan viðarplatta, dreifið klettasalati yfir og toppið með hvítlaukstopping dressingu frá Shake&Pizza.
  10. Berið fram og njótið.

Allt hráefnið fæst í Hagkaup.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert