Hver elskar ekki að fá súkkulaði-brownie með lakkrískeim?

Elenora Rós Georgsdóttir bakari gerði þessar dásamlegu brownies-kökur sem eru …
Elenora Rós Georgsdóttir bakari gerði þessar dásamlegu brownies-kökur sem eru algjör draumur að njóta. Samsett mynd

Elenora Rós Georgsdóttir, bakarastelpan knáa, kann að gleðja fylgjendur sínar með syndsamlega góðum kræsingum sem allir geta gert. Nýjasta samsetning hennar í drauma-brownie með súkkulaði- og lakkrískeim.

„Stundum þarf ekki að flækja hlutina til að gera góða hluti enn betri. Þessi er fyrir þá sem elska gott súkkulaði, kunna að meta djúsí brownie og elska nýju Drauma-bitana frá Freyju. Hér er á ferðinni silkimjúk og ótrúlega djúsí brownie stútfull af súkkulaði sem bráðnar í munni og toppuð með fullkomnum lakkrískeim. Ég mæli heldur betur með þessari í helgarbaksturinn enda fullkomin inn í haustið,“ segir Elenora um nýjustu uppskrift sína.

View this post on Instagram

A post shared by Elenora Rós (@bakaranora)

 

Drauma-brownie

  • 6 egg
  • 500 g sykur
  • 350 g smjör
  • 200 g Freyju suðusúkkulaði
  • 220 g hveiti
  • 150 g Freyju dökkir súkkulaðidropar
  • 1 pk. Freyju Drauma-bitar

Aðferð:

  1. Byrjið á að þeyta saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós.
  2. Bræðið næst smjör við vægan hita og þegar smjörið er bráðnað bætið þá suðusúkkulaðinu saman við og hrærið þar til þið eruð komin með silkimjúka súkkulaðiblöndu.
  3. Hellið súkkulaðinu varlega saman við deigið og hrærið varlega saman.
  4. Bætið að lokum hveitinu og súkkulaðidropunum saman við og hrærið þar til deigið er komið saman, passið að ofhræra ekki deigið.
  5. Setjið deigið í pappírsklætt form og bætið Drauma-bitunum í deigið, dreifið jafnt yfir deigið og passið að hylja bitana með deiginu eftir að þeir hafa verið settir í.
  6. Bakið deigið við 170°C hita í 30-35 mínútur eða þar til toppurinn er vel glansandi en miðjan er ennþá mjúk.
  7. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en þið takið hana úr forminu og skerið niður í bita.
  8. Berið síðan fram og njótið með ísköldu mjólkurglasi eða ylvoglu kaffi.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka