Elenora Rós Georgsdóttir, bakarastelpan knáa, kann að gleðja fylgjendur sínar með syndsamlega góðum kræsingum sem allir geta gert. Nýjasta samsetning hennar í drauma-brownie með súkkulaði- og lakkrískeim.
„Stundum þarf ekki að flækja hlutina til að gera góða hluti enn betri. Þessi er fyrir þá sem elska gott súkkulaði, kunna að meta djúsí brownie og elska nýju Drauma-bitana frá Freyju. Hér er á ferðinni silkimjúk og ótrúlega djúsí brownie stútfull af súkkulaði sem bráðnar í munni og toppuð með fullkomnum lakkrískeim. Ég mæli heldur betur með þessari í helgarbaksturinn enda fullkomin inn í haustið,“ segir Elenora um nýjustu uppskrift sína.
Drauma-brownie
- 6 egg
- 500 g sykur
- 350 g smjör
- 200 g Freyju suðusúkkulaði
- 220 g hveiti
- 150 g Freyju dökkir súkkulaðidropar
- 1 pk. Freyju Drauma-bitar
Aðferð:
- Byrjið á að þeyta saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós.
- Bræðið næst smjör við vægan hita og þegar smjörið er bráðnað bætið þá suðusúkkulaðinu saman við og hrærið þar til þið eruð komin með silkimjúka súkkulaðiblöndu.
- Hellið súkkulaðinu varlega saman við deigið og hrærið varlega saman.
- Bætið að lokum hveitinu og súkkulaðidropunum saman við og hrærið þar til deigið er komið saman, passið að ofhræra ekki deigið.
- Setjið deigið í pappírsklætt form og bætið Drauma-bitunum í deigið, dreifið jafnt yfir deigið og passið að hylja bitana með deiginu eftir að þeir hafa verið settir í.
- Bakið deigið við 170°C hita í 30-35 mínútur eða þar til toppurinn er vel glansandi en miðjan er ennþá mjúk.
- Leyfið kökunni að kólna alveg áður en þið takið hana úr forminu og skerið niður í bita.
- Berið síðan fram og njótið með ísköldu mjólkurglasi eða ylvoglu kaffi.