Kristín Amy Dyer er áhugakona um næringu og heilbrigðan lífsstíl og leggur metnað í að skapa hreinar og næringarríkar uppskriftir sem henta öllum aldurshópum. Hún deilir reglulega með lesendum Matarvefsins uppskriftum úr sinni smiðju sem hafa reynst henni vel. Að þessu sinni gefur hún lesendum uppskrift að hafragraut með lífríkum sveppum.
„Lífvirkir sveppir hafa lengi verið notaðir í jurtalækningum en þeir innihalda meðal annars ríkulegt magn andoxunarefna, beta-glúkana og aðlögunarefna (adaptogens) sem styðja við almenna heilsu. Til að svara algengri spurningu: „Nei, lífvirkir sveppir valda ekki ofskynjunum“.
Í nútímasamfélagi sem einkennist af hraða og mörgum boltum á lofti getur verið gagnlegt að innbyrða lífvirka sveppi samhliða fjölbreyttu mataræði. Sjálf hef ég fundið frábæra leið til þess með því að setja þá í hafragrautinn sem ég fæ mér á morgnana,“ segir Kristín Amy.
„Grauturinn er bragðgóður og mettandi en besti parturinn við hafragrautinn er það sem hann er toppaður með. Yfirleitt set ég banana, kókosflögur, möndlusmjör og hampfræ en ég bregð aldrei frá frosnum bláberjum. Þau eru algjör skylda á grautinn minn.
Reishi-sveppurinn er oft kallaður sveppur ódauðleikans og flokkast sem aðlögunarefni. Rannsóknir benda til þess að aðlögunarefni geti stutt við innra jafnvægi og hjálpað líkamanum að vinna úr streitu. Róandi áhrif reishi eru jafnframt talin geta bætt svefngæði og almenna vellíðan.
Chaga-sveppurinn er stundum kallaður konungur sveppanna og er þekktur fyrir sitt ótrúlega magn andoxunarefna. Chaga er því vinsæll sem náttúrulegt stuðningsefni fyrir orku, varnir og almenna heilsu.
Hafragrautur með lífvirkum sveppum
Fyrir 1-2
Ofan á (valfrjálst):
Aðferð: