Ostar vekja ánægju

Bjarki Long, til vinstri, og Guðlaugur Þorsteinsson með brot af …
Bjarki Long, til vinstri, og Guðlaugur Þorsteinsson með brot af því besta. Fjölbreytnin er mikil en vörunúmer MS í osti eru alls um 220. mbl.is//Sigurður Bogi

Endalausar nýjungar af ostum koma úr smiðju Mjólkursamsölunnar og eru kynntar víða um land. Ostagerðarfólkið er þessa dagana á fullu að kynna það sem koma skal og landsmenn fagna ávallt þegar boðið er upp á ostasmakk.

Girnilegt bretti með ostaveislu fyrir bragðlaukana.
Girnilegt bretti með ostaveislu fyrir bragðlaukana. mbl.is/Karítas

„Íslendingar vilja osta og því mætum við meðal annars með fjölbreyttu úrvali,“ segir Guðlaugur Þór Þorsteinsson, sölumaður hjá Mjólkursamsölunni (MS). Hann er í vaskri sveit sem þessa dagana fer víða um og kynnir það besta og helsta í ostaflóru fyrirtækisins. Veitingastaðir og mötuneyti nokkurra stærstu fyrirtækja landsins eru heimsótt og fólki gefinn kostur á að bragða á ostum; m.a. þeim sem eru nýir í sölu.

Hugmyndir frá neytendum

„Okkur finnst skipta miklu máli að fara svona út á meðal viðskiptavina og heyra hvernig landið liggur,“ segir Guðlaugur. „Úr þessu koma oft góðar hugmyndir sem nýtast í starfsemi Mjólkursamsölunnar þar sem einn af lykilþáttunum er að svara óskum neytenda.“

Guðlaugur segir að nærri láti að ný vörunúmer í framboði MS á ári hverju séu um 25; það er að jafnaði ný afurð í annarri hverri viku ársins. Þetta geta verið ostar, skyr í ýmsum útgáfum, jógúrt eða próteinríkir drykkir svo að eitthvað sé nefnt. Þetta þýðir þá að halda þarf vel á spöðunum bæði í þróunar- og markaðsstarfi og október er jafnan helgaður kynningu á nýjum ostum, samanber að talað er um Ostóber.

Vörur víða frá

Af því sem nú er kynnt sem nýmæli eru hvítmygluosturinn Dala-Lávarður, í formi brauðosta er Eldur með chili og svo Gotta ostastangir; orkuríkar og skornar svo hæfir sem skyndibiti eða í nestisboxið,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri.

Áhersluefni hjá MS síðustu ár hefur verið að minnka hlutfall viðbætts sykurs í afurðum. Rúmlega 92% af allri mjólk sem kemur í vinnslu hjá MS fara í hreinar vörur eða vörur án viðbætts sykurs. Um 60% af þeirri mjólk fara í ost og smjör, 32% af mjólkinni fara í aðrar hreinar mjólkurafurðir og 8% af heildarmagni í bragðbættar afurðir á borð við skyr og jógúrt. Hjá MS eru vörunúmer í ostum um 220 talsins, en þá ber að nefna að margar tegundir eru framleiddar í mismunandi einingastærðum. Þessar vörur koma víða frá; svo sem mygluostarnir úr Búðardal, Óðalsostar, kotasæla, smur- og rjómaostar frá Akureyri, mozzarella-ostur sem hráefni í rifinn ost frá Egilsstöðum og ferskur mozzarella og grill- og pönnuostur frá Sauðárkróki.

Gréta Björg Jakobsdóttir er markaðs- og vöruflokkastjóri hjá MS.
Gréta Björg Jakobsdóttir er markaðs- og vöruflokkastjóri hjá MS. mbl.is/Sigurður Bogi

Dýrmæt sérþekking

„Ostagerðarfólkið býr yfir mikilli reynslu og með verkaskiptingu milli mjólkurbúa hafa orðið til sterk lið með dýrmæta sérþekkingu,“ segir Gréta sem lýsir vöruþróun sem löngu ferli. „Það getur tekið nokkur ár að þróa nýja osta. Því er einstaklega ánægjulegt að bjóða upp á nýjungar þegar afrakstur starfs liggur fyrir,“ segir Gréta að lokum.

Feykir nýtur mikilla vinsælda.
Feykir nýtur mikilla vinsælda. mbl.is/Karítas
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka