Margir Íslendingar hafa hingað til aðeins þekkt beyglur sem frosna vöru, en nú er hægt að fá þær ferskar. Með nýju beyglunum fæst meiri ferskleiki og þægindi – þær eru einfaldar í notkun, fljótlegar að útbúa og ferskari en nokkru sinni fyrr að því fram kemur í tilkynningu frá Danól.
„Beyglurnar eru bakaðar eftir hefðbundinni New York bagel-aðferð, sem tryggir einstakt bragð og áferð. Grupo Bimbo, sem framleiðir beyglurnar, notar eingöngu hrein hráefni og bakar þær á tveggja vikna fresti á Spáni. Þaðan eru þær sendar beint til Íslands, glóðvolgar úr framleiðslunni, og koma skornar í gegn svo þær séu tilbúnar til að njóta,“ segir Sigríður Guðmundsdóttir vörumerkjastjóri hjá Danól.
„Þú þarft ekki að vera sérfræðingur í eldhúsinu til að töfra fram stórkostlega beyglu – hún er jafn einföld og hún er bragðgóð. Beyglurnar eru í boði bæði klassískar og með fræjum. Ferskar bakarísvörur eru ört vaxandi flokkur á Íslandi og nú fá beyglurnar sinn sess þar líka,“ bætir Sigríður við.
Fersku beyglurnar fást í verslunum Krónunnar.