Ómótstæðilega góður gratíneraður Búri

Syndsamlega góður bakaður ostur sem ljúft er að njóta í …
Syndsamlega góður bakaður ostur sem ljúft er að njóta í góðum félagsskap. Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Mörgum finnst fátt betra en bakaður ostur og þessi réttur inniheldur svakalega góðan gratínerðaðan Búra með timían og hunangi sem erfitt er að standast.

Helena Gunnarsdóttir hjá Eldhúsperlum á heiðurinn af þessum dýrðlega rétti sem er svo einfaldur og ljúffengur.

„Búri er fullkominn til að baka, ótrúlega bragðmildur en samt svo akkúrat passlegur. Ég geri þennan rétt aftur og aftur og hann smellpassar sem smáréttur eða hliðarréttur með máltíð,“ segir Helena um réttinn sinn.

Þetta er til að mynda ekta réttur til að bjóða upp á í saumaklúbbnum eða ef góða gesti ber að garði. Svo er líka hægt að brjóta upp og bjóða upp á þennan sem forrétt með fordrykknum.

Gratíneraður Búri með timían og hunangi

Fyrir 4

  • 1 stk. Óðals Búri
  • 1 stk. ferskt timían, saxað
  • 2 msk.hunang

Meðlæti

  • nýbakað baguette
  • Frækex

Aðferð:

  1. Hitið ofn á grillstillingu og 250°C.
  2. Skerið ostinn í litla teninga og setjið í lítið eldfast mót. Stráið fersku timían yfir.
  3. Setjið undir grill í ofni og bakið þar til osturinn er bráðnaður og gullinbrúnn, eða í um 6-8 mínútur.
  4. Takið úr ofninum og hellið hunangi yfir.
  5. Berið fram strax með baguette og/eða frækexi eftir smekk.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert