Teitur elskar bleika kokteila

Rifsberja Reviver-kokteillinn hans Teits er óáfengur. Á Bleika deginum ætlar …
Rifsberja Reviver-kokteillinn hans Teits er óáfengur. Á Bleika deginum ætlar Teitur að bjóða í bleikt kokteilaboð. Samsett mynd

Nú er einn uppáhaldsmánuður ársins á Matarvefnum, Bleikur október, og í tilefni þess birtast reglulega uppskriftir þar sem bleiki liturinn kemur við sögu.

Hér erum við komin með einn dýrlegan óáfengan kokteil sem bragðast dásamlega vel og rímar vel við þema mánaðarins.

Heiðurinn af honum á Teitur Riddermann Schiöth, forseti Barþjónaklúbbs Íslands, kennari í kokteilaskólanum, framreiðslumeistari að mennt og barþjónn til fjölda ára.

Teitur elskar bleika kokteila og ætlar hann að bjóða vinum og vandamönnum í teiti heim til sín á bleika daginn í geggjaða bleika kokteila.

Hér er uppskrift að einum þeirra sem ber heitið Rifsberja Reviver.

Rifsberja Reviver-kokteillinn hans Teits er fallegur í glasi.
Rifsberja Reviver-kokteillinn hans Teits er fallegur í glasi. Ljósmynd/Teitur Riddermann Schiöth

Rifsberja Reviver (óáfengur)

  • 45 ml óáfengt Lyre's gin
  • 30 ml ferskur rabarbarasafi
  • 25 ml sykursíróp (1,5 sykur á móti 1 af vatni)
  • 15 ml ferskur sítrónusafi
  • Klaki eftir þörfum
  • Hristur með nokkrum rifsberjum og anísstjörnum
  • Skreyttur með rifsberjum

Aðferð:

  1. Hellið óáfengu Lyre's gini, ferskum rabarbarasafa, sykursírópi og sítrónusafa í hristara.
  2. Hristið vel með klaka.
  3. Tvísigtið í kokteilaglas.
  4. Skreytið með rifsberjum og berið fram á töfrandi hátt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert