Á þessum árstíma er fátt notalegra en að elda ljúffengan kvöldverð sem yljar fjölskyldunni.
Einn af uppáhaldsréttum fjölskyldunnar er ekta spaghettí bolognese sem búið er að nostra við og gefa sér góðan tíma í að elda.
Þar sem nú eru ítalskir dagar í verslunum Hagkaups er upplagt að ná sér í hráefni þar og gleðja heimilisfólkið með fallegum og matarmiklum rétti.
900 g nautahakk
Ólífuolía fyrir steikingu
2 stk. laukar, saxaðir
3–4 litlir hvítlaukar (þessir í körfunum), smátt saxaðir
2–3 stilkar sellerí, smátt skornir – sjóðið í 2–3 mínútur fyrir notkun
2–3 nýjar íslenskar gulrætur, smátt skornar
2 krukkur/dósir (400 g hver) lífrænir tómatar
1 lítil krukka/dós (140 g) tómatpúrra
2–3 tsk. paprikukrydd frá Kryddhúsinu
Svartur nýmalaður pipar eftir smekk
Tabasco-dropar eftir smekk – gefa svo gott bragð
1–2 dl vatn
Handfylli fersk basilíka frá VAXA, gróft söxuð
Rauðvínsdreitill ef vill
Basilíkulaufblöð frá VAXA til skrauts
Parmesanostur, til að rífa yfir þegar rétturinn er borinn fram
500 g spaghettí að eigin vali
Byrjið á því að steikja nautahakkið á pönnu án olíu.
Setjið síðan ólífuolíu í góðan pott og steikið grænmetið þar til það verður mjúkt.
Ef þið viljið setja smá rauðvín út í kjötsósuna er vert að bæta því út í þegar búið er að steikja grænmetið og láta það malla í stutta stund.
Setjið síðan vatnið út í blönduna.
Bætið tómötunum út í ásamt steikta hakkinu.
Kryddið til með nýmöluðum svörtum pipar, paprikukryddi og tabasco-dropum eftir smekk.
Að lokum bætið ferskri, grófsaxaðri basilíku út í eftir smekk.
Látið réttinn malla í dágóðan tíma, um það bil 2–3 klukkustundir. Tíminn má vera skemmri, en þessi réttur verður betri því meiri tíma sem hann fær til að malla í pottinum.
Gott er að hella örlitlu vatni út í af og til meðan rétturinn mallar.
Þegar rétturinn er tilbúinn er upplagt að sjóða spaghettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Munið að strá grófum saltflögum yfir spaghettíið meðan það sýður – það gerir gæfumuninn.
Skemmtilegt er að útbúa skammt fyrir hvern og einn og bera réttinn fallega fram eins og gert er á veitingastöðum.
Setjið fyrst smá spaghettí á diskinn og snúið því með gaffli eða töng, setjið síðan smá kjötblöndu ofan á, rífið parmesanost yfir og skreytið með ferskum basilíkulaufum eða sprettum.
Með réttinum má bera fram heimabakað ítalskt brauð eða súrdeigsbrauð ásamt fersku salati að eigin vali.