Grill 66 á Olís hefur í nokkur ár verið með skemmtilegar nýjungar á matseðli þar sem kokkar úr íslenska kokkalandsliðinu og keppendur úr Bocuse D‘Or-keppninni hafa komið með uppskriftir að réttum að því fram kemur í tilkynningu frá þeim.
„Það hefur lengi verið á dagskrá að heyra í Snædísi Xyza Mae Jónsdóttur, þjálfara íslenska kokkalandsliðsins. Það var loksins gert núna í lok sumars og hún fengin til að setja saman haustborgarann í ár.
Snædís er einn fremsti matreiðslumaður Íslands, hún margverðlaunuð og frábær fagmaður sem hefur unnið á mörgum af okkar bestu veitingastöðum,“ segir Haukur Víðisson, veitingastjóri Olís og bætir við: „Allt hráefni sem við notum er í fyrsta flokks gæðum, úrvals nautakjöt úr íslenskri framleiðslu.“
Snædís fór í verkefnið með alúð og setti saman hamborgara eftir sínu höfði.
„Markmiðið með hamborgaranum var að flækja hann ekki of mikið, leyfa hráefnunum að njóta sín og bæta aðeins smá spæsí dekri við hann. Smá svona Snædísar-uppáhalds þar sem ég elska allt sem er spæsí. Innblásturinn kemur í raun frá mínu uppáhaldshráefni sem ég vel á borgara en ég elska súrar gúrkur í hamborgara eins og ég er búin að nefna þetta spæsí bragð sem rífur í. Svo auðvitað tvöfaldur ostur á honum, maribóostur, hann er svo bragðgóður þar sem hann er með smá hnetukeim,“ segir Snædís og lætur sig dreyma bragðið.
„Árstíðarborgararnir eru ávallt geysivinsælir hjá okkur og það var frábært að fá Snædísi í lið með okkur að þessu sinni. Borgarinn fékk hreint frábærar móttökur,“ segir Haukur að lokum.
Haustborgarinn fæst á Grill 66 um land allt og er einnig fáanlegur hjá Wolt.