Berglind ætlar að baka þessa guðdómlegu hindberjasnúða

Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og gersemum tekur þátt í Bleika …
Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og gersemum tekur þátt í Bleika deginum og ætlar til að mynda að baka þessa dásamlegu hindberjasnúða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bleiki dagurinn nálgast óðum og fjölmargir brjóta upp á hversdagsleikann og bjóða upp á bleikar sælkerakræsingar sem gleðja bæði hjarta og sál á þessum degi. Bleiki dagurinn verður haldinn 22. október næstkomandi og tilefnið er ærið en það er að allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni fyrir stuðningi landsmanna og samstöðu.

Berglind Hreiðarsdóttir lífsstíls- og matarbloggari ætlar að taka þátt í bleika deginum og baka þessa dýrlegu hindberjasnúða og bjóða í bleikt kaffiboð. Þeir eru dásamlega góðir og fallegir til að bera fram í bleika boðinu.

Guðdómlegar góðir þessir hindberjasnúðar og er tilvalið að bjóða upp …
Guðdómlegar góðir þessir hindberjasnúðar og er tilvalið að bjóða upp á þá þegar Bleiki dagurinn rennur upp. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Á Matarvefnum er að finna fjölmargar uppskriftir sem tengjast bleiku þema og geta gefið lesendum innblásturinn fyrir Bleika daginn sem fram undan er. Auk þess sem bleikt þema ríkir allan október svo það er í lagi að bjóða upp á bleikar krásir alla daga.

Fanga bæði augu og munn.
Fanga bæði augu og munn. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Hindberjasnúðar

12 stykki

Deig fyrir snúða

  • 80 g smjör
  • 180 ml nýmjólk
  • 120 ml vatn
  • 60 g sykur
  • 1 pk þurrger (um 12g)
  • 630 g hveiti
  • 1 tsk. salt
  • 1 egg
  • 2 tsk. vanilludropar

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið í potti og bætið mjólk og vatni saman við þegar það er bráðið. Hrærið vel saman og takið af hitanum. Blandan ætti að vera volg, ef hún verður of heit þá má hella henni í annað ílát og leyfa henni að kólna aðeins niður.
  2. Hellið þá sykri og þurrgeri saman við, hrærið vel og leyfið að standa á meðan annað er undirbúið.
  3. Setjið hveiti og salt í hrærivélarskálina og setjið krókinn á.
  4. Hellið næst gerblöndunni saman við og bætið eggi og vanilludropum svo saman við.
  5. Hnoðið í nokkrar mínútur og færið yfir í skál sem búið er að pensla með olíu að innan.
  6. Veltið deigkúlunni upp úr olíunni, plastið og leyfið að hefast í 1,5 klukkustund.
  7. Setjið á meðan hindberin fyrir fyllinguna (sjá að neðan) inn í frysti.
  8. Rúllið deiginu síðan út í um 40x50 cm og setjið á það fyllinguna.
  9. Rúllið því næst upp, skerið í 12 einingar og raðið í vel smurt skúffukökuform (um 25x35 cm) og hefið að nýju í eina klukkustund.
  10. Bakið síðan við 175° í 25-30 mínútur eða þar til snúðarnir verða vel gylltir.
  11. Kælið aðeins niður áður en þið setjið rjómaostatoppinn á.

Fylling

  • 250 g Driscolls hindber (fryst í um klukkustund)
  • 150 g sykur
  • 2 tsk. vanillusykur
  • 1 tsk. kartöflumjöl

Aðferð:

  1. Hrærið öllu saman og smyrjið yfir útflatt deigið og rúllið upp.

Rjómaostatoppur

  • 80 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
  • 50 g smjör (brætt)
  • 200 g flórsykur
  • 30 ml nýmjólk
  • 2 tsk. vanilludropar
  • Driscolls hindber til skrauts
  • Saxað hvítt súkkulaði til skrauts

Aðferð:
  1. Pískið allt saman nema hindberin og súkkulaðið. Smyrjið yfir snúðana og toppið með hindberjum og smá hvítu súkkulaði.
Berglind kann listina að gleðja gesti sína með dýrlegum veitingum.
Berglind kann listina að gleðja gesti sína með dýrlegum veitingum. Ljósmynd/Berglind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert