Ítölsk töfrastund með Berglindi Guðmunds

Berglind Guðmunds fór á kostum á sælkeranámskeiðinu þar sem ítalskar …
Berglind Guðmunds fór á kostum á sælkeranámskeiðinu þar sem ítalskar kræsingar voru í forgrunni. Ljósmynd/Aðsend

Í tengslum við ítalska daga Hagkaups í ár, sem standa yfir til 12. október næstkomandi, bauð Hagkaup upp á glæsilegt matreiðslunámskeið mánudaginn 6. október síðastliðinn með sælkeranum Berglindi Guðmunds.

Námskeiðið seldist hratt upp, en aðeins var boðið upp á takmarkaðan fjölda sæta og því komust færri að en vildu.

Berglind fór á kostum á námskeiðinu og heillaði gesti með sinni útgeislun og fallegu framkomu. Hún er Ítalíu afar vel kunnug eftir fjölda sælkeraferða þangað og leiddi gesti í gegnum ekta ítalska kvöldstund þar sem bragð og einfaldleiki voru í forgrunni.

„Hún útbjó ljúffengar snittur með ekta buffala mozzarella og tómatmauki sem bráðnaði í munni. Hún kenndi gestum að gera hinn sívinsæla carbonara-pastarétt og lauk kvöldinu á sætum nótum með eftirrétti þar sem mascarpone-osturinn var í aðalhlutverki,“ segir Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri hjá Hagkaup.

Eva Laufey Kjaran tekur á móti gestum og kynnir Berglindi …
Eva Laufey Kjaran tekur á móti gestum og kynnir Berglindi Guðmunds til leiks. Ljósmynd/Aðsend

Boðið var upp á léttar veitingar

Á meðan námskeiðinu stóð bauð Hagkaup upp á léttar veitingar og kynningu á fjölbreyttu úrvali ítalskrar matvöru sem nú er í boði í verslunum Hagkaups. Einnig var haldin vínkynning þar sem gestir fengu að kynnast vínum sem pössuðu einstaklega vel með réttunum.

„Þetta var virkilega ánægjuleg kvöldstund og frábært að geta boðið okkar viðskiptavinum upp á ítalska upplifun í versluninni okkar,“ segir Eva Laufey.

Eins og áður sagði standa ítalskir dagar yfir í Hagkaup til 12. október, þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval ítalskra vara, innblástur og bragðupplifanir fyrir alla sem elska ítalska matarmenningu.

Sjáið myndirnar – þær tala sínu máli og lýsa stemningunni vel þetta kvöld.

Fyrsti rétturinn sem Berglind töfraði fram, ekta buffala mozzarella og …
Fyrsti rétturinn sem Berglind töfraði fram, ekta buffala mozzarella og tómatmauki. Ljósmynd/Aðsend
Gestir fengu að sjálfsögðu að smakka alla réttina.
Gestir fengu að sjálfsögðu að smakka alla réttina. Ljósmynd/Aðsend
Boðið var upp á ítalskar krásir sem runnu ljúft ofan …
Boðið var upp á ítalskar krásir sem runnu ljúft ofan í mannskapinn. Ljósmynd/Aðsend
Borðin voru hlaðin ítöslkum kræsingum.
Borðin voru hlaðin ítöslkum kræsingum. Ljósmynd/Aðsend
Boðið var upp á vínkynningu samhliða.
Boðið var upp á vínkynningu samhliða. Ljósmynd/Aðsend
Ískalt!
Ískalt! Ljósmynd/Aðsend
Gestirnir voru ánægðir með höfðingjalegar móttökur.
Gestirnir voru ánægðir með höfðingjalegar móttökur. Ljósmynd/Aðsend
Gleðin í fyrirúmi.
Gleðin í fyrirúmi. Ljósmynd/Aðsend
Ítalskar kræsingar.
Ítalskar kræsingar. Ljósmynd/Aðsend
Berglind naut sín vel við matargerðina og heillaði gesti með …
Berglind naut sín vel við matargerðina og heillaði gesti með útgeislun sinni. Ljósmynd/Aðsend
Fullsetið var á sælkeranámskeiðinu.
Fullsetið var á sælkeranámskeiðinu. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert