Nýtt handverksbakarí opnar á Klapparstíg

Nýtt bakarí, 280 Bakarí, opnar á morgun, sunnudaginn 12. október …
Nýtt bakarí, 280 Bakarí, opnar á morgun, sunnudaginn 12. október og mun Ari Hermannsson bakari taka vel á móti viðskiptavinum. mbl.is/Eyþór

Nýtt bakarí, 280 Bakarí, opnar á morgun, sunnudaginn 12. október, í miðbæ Reykjavíkur, en undirbúningurinn hefur tekið dágóðan tíma – sérstaklega að fá leyfin sem til þarf – og eru þau nú loksins í höfn. Bakaríið er á Klapparstíg 37, þar sem gamla Aðalvídeóleigan var.

„Það verður gaman að geta loksins tekið úr lás og boðið fólki inn að versla, en undanfarið hefur verið mikill áhugi nágranna hér á Klapparstígnum og í næsta nágrenni. Við fengum lokaúttekt á öllu í fyrradag og getum staðfest að við opnum klukkan 7:00 á morgun, sunnudag, sem er mikið gleðiefni. Við erum alveg á fullu núna að undirbúa alls konar bakkelsi og brauð,“ segir Ari Hermannsson, bakari og einn eigenda bakarísins ásamt hjónunum Hafsteini Júlíussyni og Karítas Sveinsdóttur hjá HAF Studio.

„Það sem er sérstakt við hönnunina á bakaríinu er að …
„Það sem er sérstakt við hönnunina á bakaríinu er að ofninn er staðsettur fremst í rýminu og er öll vinnslan sýnileg viðskiptavinum. Þannig fá viðskiptavinir góða tilfinningu fyrir handverkinu sem býr að baki bakstrinum. mbl.is/Eyþór

„Í 280 munum við leggja okkur fram við að bjóða upp á skemmtilegar nýjungar í bland við gamla klassík. Við höfum verið mjög innblásin af dönskum og ítölskum bakarastíl og verðum með fullt af vörum sem hafa ekki fengist áður í íslenskum bakaríum.

Ég og Lena bakari höfum ágætisreynslu af bakstri hér heima og erlendis og erum við að taka það sem okkur hefur fundist skemmtilegast að gera í gegnum tíðina.“

Bakaríið er á Klapparstíg 37, þar sem gamla Aðalvídeóleigan var.
Bakaríið er á Klapparstíg 37, þar sem gamla Aðalvídeóleigan var. mbl.is/Eyþór

Hvorki húsnúmer né póstnúmer

Hvað merkir nafnið 280?

„Það hafa margir verið að velta því fyrir sér, en þetta er hvorki póstnúmer né húsnúmer – þetta er hitinn sem við bökum súrdeigsbrauðið á,“ segir Ari.

Bakaríið er skemmtilega hannað og það er ákveðin upplifun að koma þangað inn.

„Það sem er sérstakt við hönnunina á bakaríinu er að ofninn er staðsettur fremst í rýminu og er öll vinnslan sýnileg viðskiptavinum. Þannig fá viðskiptavinir góða tilfinningu fyrir handverkinu sem býr að baki bakstrinum og það skapar dínamískt og skemmtilegt andrúmsloft. Það er ákveðinn nostalgíufílingur í efnisvalinu þar sem terrazzo-gólf, reykt eik og glerjaðar flísar eru í aðalhlutverki,“ bætir Ari við.

Allt að gerast fyrir opnuina í fyrramálið.
Allt að gerast fyrir opnuina í fyrramálið. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert