Á mánudögum er oft gott að fá sér létt og gott salat í stað þess að fá sér þunga máltíð eftir matarmikla rétti helgarinnar. Kristjana Steingrímsdóttir, betur þekkt sem Jana heilsumarkþjálfi, kann listina að búa til falleg og bragðgóð salöt.
Hér er eitt þeirra sem hún kallar haustsalat og hún toppar það með epla- og sinnepsdressingu sem er dásamlega góð. Vel er hægt að mæla með þessu í kvöldmáltíð og fyrir þá sem vilja meira er upplagt að bera salatið fram sem meðlæti með léttum fiskrétti eða kjúklingi.
/frimg/1/60/29/1602997.jpg)