Ljúffengur ofnbakaður fiskur með Goðdalaosti og aspas

Girnilegur ofnbakaður fiskur með osti og ferskum aspas sem gaman …
Girnilegur ofnbakaður fiskur með osti og ferskum aspas sem gaman er að bera fallega fram á borð. Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir

Þessi ofnbakaði fiskur er bæði fljótlegur í gerð og virkilega hollur og góður kvöldmatur sem þarf einungis að elda í um það bil 15 mínútur.

Þið getið notað hvaða hvíta fisk sem er í réttinn og valið ykkar uppáhaldsost frá Goðadölum til þess að setja ofan á fiskinn. Thelma Þorbergsdóttir matarbloggari gerði þessa uppskrift fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Ofnbakaður fiskur með Goðdalaosti og aspas

Fyrir 2-3

  • 600 g þorskur eða annar hvítur fiskur
  • 70 g Vesturós Goðdalaostur eða annar ostur að eigin vali
  • 2 tsk. ítölsk kryddblanda
  • ½ tsk. pipar
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 1 msk.fersk steinselja, smátt skorin
  • 3 stk. hvítlauksgeirar
  • 1 msk.ólífuolía
  • ½ stk. sítróna
  • 1 búntferskur aspas

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C og setjið fiskinn í eldfast mót.
  2. Rífið niður ostinn með rifjárni og blandið honum saman við ítalska kryddblöndu, pipar, salt, steinselju og rifinn hvítlauk.
  3. Hrærið öllu vel saman.
  4. Skolið aspasinn og brjótið neðst af honum.
  5. Raðið honum meðfram fisknum í eldfasta mótið.
  6. Setjið ólífuolíuna yfir fiskinn og aspasinn.
  7. Setjið ostablönduna yfir allan fiskinn svo blandan þeki hann alveg.
  8. Skerið niður hálfa sítrónu og raðið henni yfir aspasinn ásamt smá sjávarsalti.
  9. Bakið í 15 mínútur eða þar til fiskurinn er orðinn fulleldaður.
  10. Gott er að kreista ferska sítrónu yfir fiskinn.
  11. Berið fram með fersku salati eða soðnum hrísgrjónum ef vill.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert