Red Lady til heiðurs rauðhærðum konum

Red Lady fágaður og fallegur óáfengur kokteill sem gleður.
Red Lady fágaður og fallegur óáfengur kokteill sem gleður. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Þessi fallegi og fágaði kokteill, sem ber nafnið „Red Lady “, kemur úr kokteilsmiðju Andra Davíðs Péturssonar og er að finna í kokteilabókinni Heimabarinn sem gefin var út hjá Eddu útgáfu.

„Þetta er óáfengur daiquiri-kokteill með heimagerðu grenadíni og freyðandi tei frá Copenhagen Sparkling Tea. Granateplin, Fluére Amber og freyðandi te sem er stórkostleg blanda, drykkurinn er tilvalinn fyrir þá sem vilja lyfta sér upp en kjósa þó að neyta ekki áfengis,“ segir Andri um drykkinn.

„Fyrirmynd Red Lady er kokteillinn Daiquiri, enda virkar Fluére Amber sem staðgengill fyrir dökkt romm. Kokteillinn er hannaður til heiðurs rauðhærðum konum,“ segir Andri að lokum.

Red Lady

Fyrir 1

  • 30 ml Fluére Amber
  • 15 ml límónusafi
  • 15 ml grenadín
  • toppað Sparkling Tea Lyserød
  • Klaki eftir þörfum

Skraut

  • límónuhjól

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin nema skrautið í hristara.
  2. Fyllið hann alveg upp í topp með klaka og hristið hressilega í 10–15 sekúndur eða þar til hristarinn er orðinn vel kaldur.
  3. Streinið þá drykkinn í gegnum sigti í kælt coupe-glas og skreytið með límónusneið.
  4. Berið fram og njótið

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert