Sannkölluð matarveisla í Skagafirði fyrir sælkera

Bændurnir í Sölvanes Farmholidays, þau Eydís og Máni, verða heimsótt …
Bændurnir í Sölvanes Farmholidays, þau Eydís og Máni, verða heimsótt þegar Matarslóðir Skagafjarðar Slow Food ferð verða fetaðar. Ljósmynd/Aðsend

Helgina 25. og 26. október næstkomandi býður Skagafjörður til matarveislu í samstarfi við Slow Food á Íslandi og Crisscross matarferðir. Ferðin er hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á matarmenningu, staðbundnum hráefnum og persónulegri upplifun af landslagi og lífi í sveitinni að því fram kemur í tilkynningu frá þeim.

Á sumrin og fram á haust er tími lerkisveppanna. Sveppirnir …
Á sumrin og fram á haust er tími lerkisveppanna. Sveppirnir eru þurrkaðir og ýmist seldir þannig eða malaðir sem krydd. Þá er að finna Hringversskógi. Ljósmynd/Aðsend

Ferðin hefst á Hofsstöðum á laugardegi klukkan 13:30 og lýkur á sunnudegi klukkan 16:00. Á þessum tveimur dögum fá þátttakendur að kynnast fjölbreyttri framleiðslu og fólkinu á bak við hana – bændum, frumkvöðlum og listafólki sem vinna af ástríðu og virðingu fyrir náttúru og menningu svæðisins.

„Við heimsækjum meðal annars Brúnastaði þar sem geitaostagerð hefur verið þróuð af miklum metnaði, og fáum innsýn í mjaltabás og ostagerð hjá Stefaníu Hjördísi og Jóhannesi.

Hringversskógur er ungskógur rúmlega 20 ára gamall í Hjaltadal.
Hringversskógur er ungskógur rúmlega 20 ára gamall í Hjaltadal. Ljósmynd/Aðsend

Í Hringversskógi í Hjaltadal tekur Anna Árnína á móti okkur við eldinn og fræðir um skóginn, jólatré og lerkisveppi sem eru nýttir í matargerð. Á Starrastöðum skoðum við rósarækt og tilraunir með rósavörur – allt frá rósatei til rósasmjörs. Í Rúnalist Gallerí á Stórhóli hittum við Sigrúnu Indriðadóttur sem sýnir okkur einstakt handverk og fjölbreytta matvælaframleiðslu í fallegu umhverfi.

Heimabakaðarkleinur eru ávallt lostæti.
Heimabakaðarkleinur eru ávallt lostæti. Ljósmynd/Aðsend

Einnig hittum við lífrænt vottuðu bændurnar í Sölvanesi og Breiðargerði. Fræðumst um þeirra vegferð og fáum innsýn í þær áskoranir og tækifæri sem felast í lífrænni framleiðslu,“ segir Þórhildur María Jónsdóttir hjá Slow Food.

„Ferðin endar síðan í Héðinsminni þar sem Auður Herdís Sigurðardóttir býður upp á síðbúinn hádegisverð og kynnir Áskaffi góðgæti – framleiðslu á gamaldags lagtertum og árstíðabundnum matarviðburðum sem hún heldur í félagsheimilinu,“ bætir Þórhildur við.

Bændurnir í Sölvanes Farmholidays bjóða upp á þessa dýrð.
Bændurnir í Sölvanes Farmholidays bjóða upp á þessa dýrð. Ljósmynd/Aðsend

Skemmtileg og bragðgóð upplifun

Með viðburði sem þessu vilja Slow Food-samtökin sýna hvernig nærandi ferðaþjónusta getur stutt við og styrkt þá innviði sem eru á hverju svæði, dregið fram sérstöðu þess og stutt við sjálfbæra atvinnuuppbyggingu um landið.

Í Héðinsminni mun Auður Herdís Sigurðardóttir bjóða upp á síðbúinn …
Í Héðinsminni mun Auður Herdís Sigurðardóttir bjóða upp á síðbúinn hádegisverð og kynna Áskaffi góðgæti – framleiðslu á gamaldags lagtertum. Ljósmynd/Aðsend

„Það besta við það er hversu skemmtileg og bragðgóð slík upplifun er,“ segir Þórhildur að lokum.

Fyrir áhugasama má sjá meira um viðburðinn hér.

 

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert