Bleik fegurð og sætleiki

Þórunn Högnadóttir hefur mikla ástríðu fyrir að baka og skreyta …
Þórunn Högnadóttir hefur mikla ástríðu fyrir að baka og skreyta og nýtir hvert tilefni til þess að koma með nýjar útfærslur af kökum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórunn Högnadóttir gerði þessa dýrðlegu og fallegu köku með bleiku ívafi og gefur lesendum Morgunblaðsins uppskriftina í tilefni Bleika dagsins, sem fram undan er miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Þetta er ekki fyrsta bleika kakan hennar en hún bakar og skreytir árlega köku í tilefni þess dags og kemur þá með eitthvað nýtt.

Bleiku blómin gera mikið fyrir kökuna og þessi mun sóma …
Bleiku blómin gera mikið fyrir kökuna og þessi mun sóma sér vel á hvaða veisluborði sem er. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórunn er hugmyndarík og lausnamiðuð þegar kemur að því að baka og skreyta fyrir ýmis tilefni, en hún starfar sem listrænn stjórnandi og stílisti hjá Icewear.

„Ég elska að baka og skreyta kökur og þessi kaka er fyrir allar þær konur sem hafa greinst með krabbamein. Mér finnst skipta máli að taka þátt í Bleika deginum, sem nálgast óðfluga, og sýna stuðning í verki,“ segir Þórunn og bætir við:

„Ég tek alltaf þátt í Bleika deginum. Ég kaupi ávallt Bleiku slaufuna og klæðist helst bleiku í októbermánuði, sem er þema mánaðarins. Svo er aldrei að vita nema ég töfri fram bleikt hlaðborð og bjóði í kaffi.“

Sjáið hvað blómin gera mikið og fallegu berin ásamt bleika …
Sjáið hvað blómin gera mikið og fallegu berin ásamt bleika kreminu! mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sítrónukaka með bleiku ívafi

Þessi gullfallega blómasítrónukaka er fagurlega skreytt með bleikum blómum og ofan á hana setur Þórunn bleikt súkkulaði sem bráðnar í munni. Kakan er mikil prýði og mun sóma sér vel á bleika hátíðarborðinu.

„Hver og einn getur skreytt hana með sínu nefi, en mér þykir ákaflega gaman að skreyta kökur með blómum og bera þær fallega fram þannig að þær fangi augað. Það skiptir líka máli að þær bragðist vel og það gerir þessi svo sannarlega. Sítrónukökur eru mjög góðar og ekki of flóknar í gerð,“ segir Þórunn að lokum, tilbúin að taka þátt í Bleika deginum í næstu viku.

Dýrðlega kaka og svo viðeigandi í fyrir tilefnið. Bleika slaufan …
Dýrðlega kaka og svo viðeigandi í fyrir tilefnið. Bleika slaufan fær sitt pláss. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Blómasítrónukaka með bleiku súkkulaði

  • 2,5 dl hveiti
  • 1 dl sykur
  • 2 tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. salt
  • 2 egg
  • 1 dl mjólk
  • 80 g smjör, brætt
  • 1 tsk. sítrónudropar
  • 1 stk. límóna, safi og börkur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Byrjið á því að setja allt þurrefnið í skál og hrærið vel saman.
  3. Bætið síðan við eggjum, smjöri og mjólk og hrærið vel saman. Bætið þá við sítrónudropum, safanum úr límónunni og rifnum berki. Hrærið vel saman.
  4. Veljið fallegt form, til dæmis myndað hringform líkt og Þórunn notar hér.
  5. Spreyjið formið að innanverðu svo kakan festist ekki.
  6. Setjið deigið í formið og bakið í 25-30 mínútur við 180°C.

Bleikt súkkulaðikrem

  • 50 g bleikir súkkulaðidropar eða súkkulaðiplata
  • 50 g hvítt súkkulaði eða súkkulaðidropar
  • sítrónudropar eftir smekk
  • örlítið salt

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hrærið saman þegar það er bráðið.
  2. Hellið súkkulaðinu varlega yfir kökuna eða setjið það í brúsa og sprautið yfir.
  3. Skreytið með bleikum ætiblómum – vert er að velja blóm sem má borða svo enginn verði veikur.
  4. Berið kökuna fram með þeyttum rjóma og ferskum jarðarberjum.
Dýrðleg Blómasítrónukakan hennar Þórunnar er gullfalleg, skreytt með bleikum blómum, …
Dýrðleg Blómasítrónukakan hennar Þórunnar er gullfalleg, skreytt með bleikum blómum, berjum og kremi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert