Ísland mætt á Evrópumótið í kokteilagerð

Pétur Hafsteinn Úlfsson Kolka barþjónn er mættur á Evrópumótið í …
Pétur Hafsteinn Úlfsson Kolka barþjónn er mættur á Evrópumótið í kokteilagerð ásant þjálfaranum sínum og barþjóninum Grétari Matthíassyni. Samsett mynd

Íslensku strákarnir í barþjónabarnsanum eru mættir á Evrópumeistaramótið í kokteilagerð sem fram fer á lúxusskipi um Miðjarðarhafið. Pétur Hafsteinn Úlfsson Kolka, yfirbarþjónn á OTO, er um borð í glæsilega skemmtiferðaskipinu Costa Favolosa þar sem mótið fer fram. Hann keppir með eigin kokteil, Vita Agrodolce, undir styrkri handleiðslu þjálfarans Grétars Matthíassonar sem er hokinn keppnisreynslu og margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð að því fram kemur í tilkynningu frá Barþjónaklúbbi Íslands.

Pétur er mættur um borð í skemmtiferðaskipiði að sýna listir …
Pétur er mættur um borð í skemmtiferðaskipiði að sýna listir sínar á barnum. Ljósmynd/Aðsend

Keppnin er í Long Drink-flokki og taka alls 23 þjóðir þátt. Skipið siglir frá Genóa til Barcelona, þaðan til Marseille og svo aftur heim til Genóa, með keppendur, sendinefndir eru um borð. Mikið er um dýrðir á mótinu og gleðin er allsráðandi.

Glæsilega skemmtiferðaskipið Costa Favolosa þar sem mótið fer fram á.
Glæsilega skemmtiferðaskipið Costa Favolosa þar sem mótið fer fram á. Ljósmynd/AðsendS

Pétur er fullur sjálfstrausts og segir markmiðið einfalt:

„Við ætlum að koma með gullið heim. Ekkert annað er í boði.“ Hann hefur stundað stífar æfingar fyrir mótið undir handleiðslu þjálfarans síns, Grétars, sem er hokinn reynslu og þekkingu á mótum sem þessum.

Þeir sem vilja fylgjast með ævintýraför þeirra geta fylgst með ferðinni á Instagram Barþjónaklúbbs Íslands hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert