Kristjana Steingrímsdóttir, oftast kölluð Jana, gerði þennan straccaiatella chia-búðing á dögunum sem allir voru vitlausir í. Það má segja að þetta sé lúxusbúðingur og það er miklu auðveldara að gera hann en marga grunar.
Dásamlegur grautur sem hentar í hvaða mál sem er og hver og einn getur gert hann að sínum með því að velja sitt uppáhaldssúkkulaði og sín uppáhaldsber til að toppa hann með.
Hægt er að fylgjast með Jönu á Instagramreikningnum hennar hér fyrir neðan.
Gott er að toppa búðinginn með rifnu dökku súkkulaði.
Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir
Straccaiatella chia-búðingur
- 1 bolli létt grísk jógúrt (250 g)
- ¼ bolli *chia gel ( bleytt chiafræ, sjá uppskrift fyrir neðan)
- 1 msk. akasíuhunang
- 1 tsk. vanilla
- 2 -3 msk. uppáhaldssúkkulaðið þitt (saxað eða rifið)
- Gerið *chia gelið fyrst, mjög gott að eiga inni í ísskáp í lokaðri krukku til að nota út á grauta og í þeytinga.
Aðferð:
- Blandið jógúrt, chia geli, sætu, vanillu og chia-fræjum saman í skál og hrærið vel saman.
- Bætið söxuðu dökku súkkulaði út í og hrærið aftur.
- Setjið glös eða skálar og njótið svona eða toppið með ferskum berjum og smá auka súkkulaði.
Chia gel
- 2 msk. chia-fræ
- 1 dl vatn
Aðferð:
- Setjið chia-fræin og vatnið saman í krukku.
- Lokið krukkunni og hristið vel.
- Látið standa í 5 mínútur og hristið svo aftur, til að koma í veg fyrir kekki.
- Setjið í kæli og leyfið að standa í um það bil 15 mínútur.
- Gelið geymist í kæli í 4-5 daga.