Íslenskur meistari númer eitt í klúbbnum

Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari og kökugerðarmeistari hjá Bernhöftsbakaríi, var fyrsti …
Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari og kökugerðarmeistari hjá Bernhöftsbakaríi, var fyrsti hins nýstofnaða klúbbs UIBC Select Club og hlaut orðu númer eitt á fyrsta fundinum. mbl.is/Eyþór

Alþjóðlegi meistaraklúbburinn UIBC Select Club hefur nú opnað opinbera síðu á Instagram. Klúbburinn sameinar fremstu bakara og konditora heims og miðlar þar innblæstri, myndum og fréttum úr heimi handverks, listsköpunar og hefða í bakaraiðn og kökugerð.

Ísland á mikið í klúbbnum því UIBC Select Club var stofnaður í Reykjavík 9. september árið 2022 af Alþjóðasambandi bakara og kökugerðarmanna (UIBC). Á vormánuðum árið 2023 var Sigurður Már Guðjónsson bakarameistari og eigandi Bernhöftsbakarís fenginn af Günther Koerffer formanni UIBC til að koma klúbbnum á laggirnar og hanna alla umgjörð.

Vann Sigurður lög og reglur klúbbsins, jafnframt hannaði Sigurður merki hins nýja klúbbs sem og heiðursmerki sem hann vann í samstarfi við José Miguel PECOS sem er konunglegur gullsmiður Spánar. Sigurður var svo þann 23. október árið 2023 sæmdur heiðursmerki UIBC Select Club númer 1.

Merkii klúbbs sem og heiðursmerki sem Sigurður hannaði og vann …
Merkii klúbbs sem og heiðursmerki sem Sigurður hannaði og vann í samstarfi við José Miguel PECOS sem er konunglegur gullsmiður Spánar. Ljósmynd/Aðsend

Hlaut orðu á fyrsta fundi klúbbsins

Fyrsti meðlimur klúbbsins var því Íslendingurinn Sigurður og hlaut orðu númer eitt á fyrsta fundi klúbbsins.

Markmið UIBC Select Club er að efla tengsl og samstöðu meðal bakara og konditora á heimsvísu, stuðla að miðlun þekkingar milli kynslóða og kynna þá sem hafa lagt sitt af mörkum til þróunar og viðhalds handverksins.

Sigurður Már Guðjónsson formaður Landssambands íslenskra bakara fyrstur manna tekinn …
Sigurður Már Guðjónsson formaður Landssambands íslenskra bakara fyrstur manna tekinn inn í nýja frægðarhöll bakara og kökugerðarmanna og sæmdur heiðursmerki númer 1 á IBA bakarasýningunni í München árið 2023. Samsett mynd

Á nýju Instagramsíðu klúbbsins verður að finna kynningar á meðlimum, listaverk úr kökugerð og bakstri, myndir frá alþjóðlegum keppnum og viðburðum UIBC, auk sérstakra viðtala við meistara iðngreinanna víða um heim.

Hægt er að fylgjast með UIBC Select Club hér.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert