Myndir: Fögnuðu komu jólabjórsins

Litrík og góð stemning var í veislunni.
Litrík og góð stemning var í veislunni. Ljósmynd/Mummi Lú

Það var góð stemning á veitingastaðnum Duck & Rose á föstudagskvöldið síðasta þegar Víking jólabjórinn í ár var kynntur. Sala á jólabjórnum hefst í ríkinu á fimmtudaginn en forsvarsmenn Víking tóku forskot á sælununa og óhætt er að segja að gestir hafi kunnað vel að meta það. 

Hlynur Björnsson og Hilmar Geirsson eru hér með gestum.
Hlynur Björnsson og Hilmar Geirsson eru hér með gestum. Ljósmynd/Mummi Lú

Víking jólabjórinn var fyrsti jólabjórinn sem kom á markað hér á landi og hefur notið vinsælda frá upphafi. „Víking Jólabjór hefur lengi verið hluti af jólunum hjá Íslendingum, þetta er drykkur sem kallar fram stemningu, minningar og samveru,“ segir Hlynur Björnsson, vörumerkjastjóri hjá Víking Brugghúsi. „Það var frábært að fagna upphafi tímabilsins með góðum hópi fólks í hjarta borgarinnar.“

Jólaskál!
Jólaskál! Ljósmynd/Mummi Lú

Segir Hlynur enn fremur að gestir hafi notið hátíðarstemningar, ljúffengra veitinga og fyrsta smakks ársins af hinum sígilda jólabjór. Á meðal gesta voru bjórunnendur, fulltrúar úr veitinga- og fjölmiðlaheiminum, ásamt vinum og samstarfsfólki Víking brugghúss.

Baldur Kárason bruggmeistari fékk fyrsta bjórinn þetta árið, nú sem …
Baldur Kárason bruggmeistari fékk fyrsta bjórinn þetta árið, nú sem fyrr. Ljósmynd/Mummi Lú
Og Baldur var sáttur með útkomuna.
Og Baldur var sáttur með útkomuna. Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert