Próteinríkar og fljótlegar beyglur sem allir geta gert

Þessar beyglur eru tær snilld – próteinríkar og djúsí. Þær …
Þessar beyglur eru tær snilld – próteinríkar og djúsí. Þær eru gerðar úr örfáum hráefnum og tilbúnar á augabragði. Ljósmynd/Linda Ben

Þessar beyglur eru algjör snilld – próteinríkar, djúsí og tilbúnar á augabragði. Heiðurinn af þessari beyglugleði á Linda Ben uppskriftahöfundur sem heldur úti sínum eigin uppskriftavef hér.

Beyglurnar eru fullkomnar í morgunmat eða í nestið og það besta er að þær eru gerðar úr aðeins örfáum hráefnum. Það tekur líka enga stund að gera þær, enginn hefðbundinn tími eða neitt þannig, bara hræra saman og henda inn í ofn.

Svo góðar með rjómaosti.
Svo góðar með rjómaosti. Ljósmynd/Linda Ben

„Þær eru bakaðar úr gríska jógúrtinu frá Örnu Mjókurvörum sem er núna komið í 1 kg umbúðum. Ég alveg elska nýju umbúðirnar þar sem við borðum mikið af gríska jógúrtinu og ég slepp þá við að kaupa margar dollur, þær eru umhverfisvænni og auðvelda lífið helling,“ segir Linda.

Gríska jógúrtið gerir beyglurnar bæði hollari og þéttari, en þær eru samt á sama tíma léttar og mjúkar.

Einfaldara getur þetta ekki verið. Sjáið hvað þær eru girnilegar!
Einfaldara getur þetta ekki verið. Sjáið hvað þær eru girnilegar! Ljósmynd/Linda Ben

Próteinríkar beyglur

  • 400 g hveiti
  • 4 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. salt
  • 500 ml hrein grísk jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1 egg, til að pensla á beyglu
  • Sesamfræ (til að setja ofan á beyglur, má sleppa eða skipta út fyrir annað

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfirhita.
  2. Setjið hveiti, lyftiduft og salt í skál og hrærið saman.
  3. Setjið gríska jógúrtið út í og blandið saman. Ef deigið er mjög blautt þá megiði setja örlítið meira af hveiti.
  4. Skiptið deiginu í 8 jafna hluta, rúllið hverjum hluta í kúlu, gerið gat í miðjuna og togið deigið út svo það verður í laginu eins og beygla.
  5. Leggið á smjörpappírsklædda ofnplötu, 4 beyglur á hverja plötu þar sem þær stækka mikið í ofninum.
  6. Hrærið saman eggjum í skál og penslið á beyglurnar, dreifið sesamfræjum yfir.
  7. Bakið í 22 – 25 mínútur eða þar til þær eru orðnar gullibrúnar.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert