Fyrir grænkera

Fæstir geta giskað á hvað þetta er

14:09 Hafsteinn Ólafsson, sem af mörgum er talinn einn besti kokkur Íslands – enda hampaði hann titlinum Kokkur Íslands 2017, deilir hér með okkur gómsætri og mjög svo óvenjulegri uppskrift. Meira »

Stefna að því að opna eftir mánuð

31.1. Nú þegar veganúar er senn á enda standa margir eftir í hálfgerðu tómarúmi og því ekki úr vegi að forvitnast um hvað sé að frétta af veitingastaðum Veganæs sem þau Linnea Hellstöm, Krummi Björgvinsson og Örn Tönsberg eru að opna. Meira »

Morgunverður fyrir upptekna

31.1. Það eru ekki allir sem hafa tíma til þess að setjast niður í ró og næði til að borða morgunverð hvað þá að útbúa máltíð á morgnana. Hér koma krukkurnar sterkar inn en þá er morgunverðurinn settur í krukku kvöldið áður og honum svo kippt með um morguninn. Meira »

Ljúffengt lasagna að hætti sjúkraþjálfarans

28.1. Sandra Dögg Árnadóttir sjúkraþjálfari, fyrrverandi landsliðsþjálfari í áhaldafimleikum og fagstjóri hjá Hreyfingu, þykir gera eitt besta grænmetislasagna á landinu. Við blikkuðum hana og fengum uppskriftina sem er algjört æði! Meira »

Lasagna sem er auðvelt að gera vegan

21.1. Albert Eiríksson segir að fyrsti maturinn sem hafi verið eldaður á heimilinu eftir að stórhátíðarofátinu lauk hafi verið þetta spínat-lasagna. Meira »

Besta hnetusteik norðan Alpafjalla

21.1. Hnetusteikur eru mikið lostæti og þessi uppskrift kemur úr smiðju Anítu Aspar Ingólfsdóttur, yfirmatreiðslumeistara á RIO, sem þykir afburðarflink á sínu sviði. Meira »

Ítalskar bollur með kremaðri tómatsósu

8.1. Þessi girnilega uppskrift kemur frá Heilsustofnuninni í Hveragerði en grænmetisréttirnir þar eru engu líkir. Þar er einnig hægt að renna við og kaupa sér mat, fara á matreiðslunámskeið og ýmislegt annað hollt og heilnæmt. Meira »

Aspassalat með parmesan sem toppar steikina

28.12. Þetta salat hentar sérstaklega vel með innbakaðri nautalund eða nautasteik.   Meira »

Salatið sem vinkonurnar væla yfir

13.11. Vinkonur mínar komu í mat fyrir skemmstu og höfðu sérstaklega orð á því hvað þetta salat væri gott og báðu um uppskrift svo hér kemur hún. Meira »

Girnilegasta grænmetislasagna allra tíma

25.10. Það er fáránlega auðvelt og bragðgott og ekki spillir fyrir að það er talsvert hollt enda vita allir að spínat gerir okkur bara gott. Í uppskriftinni er upprunalega kveðið á um frosið spínat en þar sem við höfum töluvert góðan aðgang að fersku spínati mælum við að sjálfsögðu með því. Osturinn er svo lykilatriði hér og frekar að vera rífleg en hitt. Meira »

Djúsí borgari frá Júlíu

1.10. „Um daginn fékk ég svo svakalega löngun í burger og kokteilsósu að ég ákvað ég að gera smá tilraun og bjó til holla „kokteilsósu“. Ég verð bara að segja að ég varð sko ekki svikin! Fyrir bestu útkomuna reynið að velja breið og flott eggaldin! Hann er sannarlega rausnarlegur og eitthvað sem allir sælkerar kunna vel að meta.“ Meira »

Mánudagsfiskur og hollráð Guðbjargar

4.9. Nú þegar margir eru að reyna að koma sér í hollara lífsmynstur eftir sukksumar er gott að hlera ofurkropp eins og Guðbjörgu Finnsóttur um hvað skuli hafa í huga. Meira »

Bleika orkubomban gegn járnskorti

28.8. Járnskortur er algengur í nútímaþjóðfélagi og getur lýst sér í orkuleysi, þreytu, sífelldum höfuðverkjum, minnkaðri kynhvöt, örum hjartslætti og stuttum andardrætti. Meira »

Papríku- og tómatsúpa Frú Laugu

23.8. „Þegar við kíkjum í ísskápinn okkar og finnst „ekkert“ vera til höfum við yfirleitt rangt fyrir okkur. Það getur verið sniðugt að taka hreinlega flest ferskmeti úr ísskápnum og fara að föndra úr því dýrindis máltíð.“ Meira »

Svona gerir þú holla útgáfu af Starbuck's frappucchino

11.8. Ófáir gúmmelaðiunnendur elska mokka-ískaffið sem selt er á kaffihúsakeðjunni Starbuck's. Við komumst yfir skemmtilegt myndband þar sem Adriana Harlan kennir hvernig hægt er að útbúa þennan guðdómlega drykk án þess að hann sé stútfullur af óhollustu. Meira »

Magnaður þreytu og þrotabani

8.8. Margir eru eflaust örlítið þrútnir og þreyttir í dag eftir skemmtanahald helgarinnar. Þar að auki eru margir að snúa aftur til vinnu í dag eftir frí, flestir leikskólar eru enn í fríi og almenn þreyta gengur yfirlandið með tilheyrandi súkkulaðiþörf og leti. Meira »

Súkkulaðibaka með heimagerðri nutella-fyllingu

14.1. Grenjaðu ofan í diskinn hvað þetta er tryllt! Tertuna má einnig frysta og eiga til dimmu daganna.   Meira »

Innbökuð hátíðarhollustu-wellington!

29.12. Hér er um að ræða sérhannaða hátíðaruppskrift sem er í senn bragðgóð, hátíðleg en umfram allt auðveld í framkvæmd.   Meira »

Vetrarsúpa sem fegrar

14.11. Falleg og meinholl grasker fást nú víða í verslunum og því tilvalið að smella í góða graskerssúpu. Graskerið er trefjaríkt og því gott fyrir meltinguna auk þess sem það ku hafa jákvæð áhrif á hár og neglur. Meira »

Hrísgrjónanúðlur með hnetusmjörsósu

7.11. Núðlur standa ávallt fyrir sínu enda herramannsmatur og hræódýrar. Það má því segja að þetta sé sannkallaður námsmannaréttur því hann er með hnetusmjörsósu sem margir hreinlega elska. Meira »

Brjálæðislega góð morgunverðarstykki

22.10. Ég bakaði þessar elskur í vikunni og sé ekki eftir því. Berjastykkin hafa bæði leikið hlutverk morgunverðar og eftirréttar með miklum sóma. Meira »

Salsað sem fólk talar um

11.9. Matarvefurinn vinnur nú hörðum höndum að því að taka út hvern einasta stað í Mathöllinni skemmtilegu. Við vorum sérstaklega hrifin af Kröst en þar er þetta guðdómlega salsa borið fram með nánast öllu. Meira »

Linsu- og grænmetissúpa Ebbu

30.8. Þessi holla og góða súpuuppskrift er frá Ebbu Guðný Guðmundsdóttir sjónvarpskokk og sjarmabombu.   Meira »

Möndlusmjörkúlur sem kæta kroppinn

27.8. Þessar kúlur eru alveg hreint frábærlega góðar og orkumiklar. Henta vel til að eiga í frystinum og bjóða með kaffinu, sem nasl í gönguferð eða handa litlum fingrum. Meira »

Brauðið sem einkaþjálfarinn vill að þú borðir

16.8. Gunnar Már Kamban, einkaþjálfari og eigandi habs.is, deilir hér með okkur einfaldri og ákaflega hollri uppskrift að mjöllausu hrökkbrauði sem tilvalið er að eiga til að grípa í. Meira »

Truflaður súkkulaðisjeik

10.8. Þetta er ótrúlega góður gúmmelaði sjeik sem má nánast borða í morgunmat en þá kannski borgar sig að sleppa sósunni.  Meira »

Epla- og pekanpæja á grillið

2.8. Hver vissi að lífið gæti verið svona einfalt? Einstaklega fljótleg og góð eplakrumbla í hollari kantinum sem vel má skella á grillið. Gott er að bjóða upp á ís eða rjóma með og það má jafnvel bæta við súkkulaðirúsínu. Meira »