Inga fagurkeri gerir upp bari fyrir lítið

11.1. Þennan guðdómlega heimabar keypti Inga á 1.800 krónur og málaði svartan með afburðagóðri útkomu.   Meira »

Sjúkur dúkur og gamlárspartíið klárt

31.12. Í kvöld og annað kvöld fagna landsmenn áramótunum víða með girnilegum og gleðilegum gamlárs- og nýársboðum. Hér koma nokkur skotheld trix til að dekka lekkert borð án þess að standa í mikilli vinnu eða fjárútlátum. Meira »

Fullkomnar jólagjafir

14.12. Hvað á að gefa matgæðingnum sem veit fátt skemmtilegra en að nördast í eldhúsinu? Við tókum saman nokkrar vel valdar hugmyndir sem ættu að henta vel í jólapakka matgæðinga og fagurkera. Meira »

Svona dekkarðu jóla- og áramótaborðið

11.12. Að dekka borð fallega er mikil kúnst og því stóðumst við ekki mátið þegar við rákumst á þessa sérlega vel heppnuðu uppstillingu sem minnir um margt á það sem sést í erlendum hönnunarblöðum. Meira »

Gullfallegt heimabakað jólaskraut Auðar

6.12. Auður Ögn Árnadóttir, eigandi 17 sorta, tók baksturinn alla leið og bakaði guðdómlegt jólaskraut án mikillar fyrirhafnar.  Meira »

Sjúklega lekker íslenskur borðbúnaður

29.11. Á matarmarkaði Búrsins í Hörpu um helgina kenndi ýmissa grasa og þar á meðal rákumst við á Hafdísi Sverrisdóttur sem er meistarinn á bak við Paradís potterí. Meira »

Dýrustu pappamál veraldar eða hvað?

15.11. Hvern dreymir ekki um glæsilega hluti í eldhúsið úr smiðju Tiffany & co? Fallegi blái einkennisliturunn er auðþekkjanlegur og fólk mun dást í hljóði hvað þú ert smekkleg/ur og augljóslega vel stæður. Meira »

Aðeins 20 stykki til landsins

26.10. Nú höfum við fengið staðfest að 20 stykki eru komin til landsins. Vélin kostar 119.990 krónur hérlendis.  Meira »

Garðbæingar geta glaðst á barnum

17.10. Ég á vinkonu sem býr í Garðabæ og segist oft sakna þess að búa nær miðbænum til að geta stokkið út í einn drykk með okkur vinkonunum sem flestar búum í miðbænum. Meira »

Smart hjá Kolbrúnu Pálínu

1.10. Það er heilmikil kúnst að dekka borð svo að sómi sé að og því fékk Matarvefurinn til liðs við sig smekkkonu mikla, Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur ritstýru, sem snaraði fram veisluborði án þess að blása úr nös. Meira »

Jóladagatalið er bleikt í ár

28.9. Það er orðinn fastur liður í tilveru margra sælkera að fá aðventudagatal frá danska lakkrísmeistaranum Johan Bulow. Dagatalið er að venju forkunnarfagurt og smekklegt en liturinn í ár er bleikur sem er í senn afskaplega huggulegt og móðins. Meira »

Og hjartað tók aukaslag...

25.11. Svartur mattur er málið núna og hér gefur að líta mögulega þá fallegustu línu sem við höfum séð í langan tíma. Þessi dásemd kemur úr smiðju Stelton og samanstendur af tveimur línum sem heita Collar og Theo. Meira »

Vinsælasta búr í heimi

14.11. Búrskápar eru hið mesta þarfaþing eins og við fjöllum reglulega um hér á Matarvefnum. Hver elskar ekki gott skipulag og snjallar skápalausnir? Það lítur út fyrir að það séu fleiri en við og því skyldi engan undra að við rákum augun í þetta eldhús sem skartar ægifögrum og afskaplega nytsamlegum búrskáp. Meira »

Líklega fallegasta hrekkjavökuboð í heimi

26.10. Það líður senn að sjálfri hrekkjavöku en persónulega get ég ekki beðið þar sem börnin mín eru búin að tala sleitulaust um þessa merku hátíð frá því öskudagur rann sitt skeið. Meira »

Óskalistinn okkar

4.10. Það er svo óskaplega margt fallegt til að við urðum að taka saman lista yfir það allra fallegasta sem fyrir augu okkar hefur borið undanfarnar vikur. Listinn gæti verið helmingi lengri en við sýnum stillingu og látum þetta duga í bili. Meira »

Danskir sykurpúðar seldust upp í Epal

30.9. Hin danska 23 ára Emma Bülow, litla systir lakkrísgoðsins Johans Bülow hefur hafið framleiðslu og sölu á sínu eigin sælgæti. Um er að ræða sérdeilis skemmtilega sykurpúða sem koma í sex bragðtegundum. Meira »

Kyntröllið og matarstellið eftirsótta

20.9. Hönnuður þess Christian Bitz er þekktur næringarfræðingur, sjónvarpsstjarna, fyrirsæta og hefur gefið út 8 metsölubækur. Bara venjulegur maður sum sé! Ekki nema von að stellið hans sé vel heppnað. Meira »