Vegan Camembert með hlynsírópi, pekanhnetum og rifsberjum

Kristinn Magnússon

Hér erum við með Camembert með hlynsírópi, pekanhnetum og rifsberjum úr smiðju Sollu Ei­ríks sem bragðast hreint ótrú­lega vel.

Upp­skrift­in birt­ist í Hátíðarmat­ar­blaði mbl og Hag­kaups sem Solla átti að mestu leiti heiður­inn að. Hægt er að nálg­ast blaðið HÉR.

Vegan Camembert með hlynsírópi, pekanhnetum og rifsberjum

  • 1 vegan camembert
  • 3 msk. hlynsíróp
  • smá sjávarsalt
  • 50 g smátt saxaðar pekanhnetur
  • rifsber

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C. Setjið camembertinn í lítið eldfast mót, skerið rákir í toppinn á honum, hellið yfir hann 2 msk. af hlynsírópi og stráið yfir hann smá sjávarsalti.
  2. Látið bakast í 8-10 mínútur, stráið yfir hann söxuðum pecanhnetum og rifsberjum og 1 msk. af hlynsírópi og bakið áfram í 6-8 mínútur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: