Dásamlegt Dukkah eins og Solla gerir það

Kristinn Magnússon
Hér erum við með dásamlegt Dukkah úr smiðju Sollu Ei­ríks sem bragðast hreint ótrúlega vel.
Upp­skrift­in birt­ist í Hátíðarmat­ar­blaði mbl og Hag­kaups sem Solla átti að mestu leiti heiður­inn að. Hægt er að nálg­ast blaðið HÉR.
Dásamlegt Dukkah eins og Solla gerir það
  • 3 dl ristaðar möndlur/blandaðar hnetur
  • 2 ½ dl ristuð sesamfræ
  • 2 msk. kóríanderfræ, þurrristuð á pönnu/ofni
  • 2 msk. cuminfræ, þurrristuð á pönnu/ofni
  • ½ msk. fennelfræ, þurrristuð á pönnu/ofni
  • 1 tsk. svört piparkorn, þurrristuð á pönnu/ofni
  • 1 tsk. sjávarsaltflögur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C. Setjið allt nema saltið á ofnplötu og þurrristið í 6 mínútur.
  2. Látið kólna í 5-10 mín.
  3. Allt sett í matvinnsluvél og grófmalað.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert