Mjúkir kanilsnúðar í jólabúning

mbl.is/Linda Ben

Við biðjum ekki um meira fyrir þessi jólin! Hér höfum við mjúka kanilsnúða, fyllta með rauðum jólaeplum og múslí. Uppskriftin kemur frá Lindu Ben, sem bakar snúðana í hringlaga formi með gati í miðjunni - svo úr verður fallegur krans. Að lokum eru snúðarnir skreyttir með rjómaostakremi og trönuberjum. 

Mjúkir kanilsnúðar í jólabúning

  • 7 g þurrger
  • 120 ml. volgt vatn
  • 120 ml. volg mjólk
  • 1/2 dl hrásykur frá Muna
  • 80 gr. brætt smjör
  • 1 tsk. salt
  • 1 egg
  • 450 g fínt spelti

Fylling

  • 120 g mjúkt smjör
  • 2 dl. sykur
  • 2 msk. kanill
  • 200 g haframúslí með eplum og kanil
  • 1 stórt rautt epli

Glassúr

  1. 4 msk. smjör 
  2. 400 g flórsykur
  3. 1/2 tsk. vanilludropar
  4. 2-3 msk. heitt vatn
  5. 2 msk. rjómaostur (má sleppa en er voðalega gott)

Aðferð:

  1. Byrjið á að setja volgt vatn og volga mjólk ásamt gerinu í litla skál og hrærið smá til að þurrgerið blotni. 
  2. Setjið sykur, smjör, salt og egg í stóra skál og hrærið saman. 
  3. Bætið svo nánast öllu hveitinu út í, skiljið u.þ.b. 50 gr. eftir og hellið gerblöndunni saman við. Hnoðið deigið saman þangað til að allt hefur blandast vel saman. Deigið á að vera klístrað en ef það er ennþá mjög blautt, setjið þá restina af hveitinu saman við. 
  4. Látið deigið hefast í 1-1,5 klukkustund eða þangað tl deigið hefur tvöfaldast í stærð. 

Fylling

  1. Þegar deigið hefur hefað sig, dreifið þá smá hveiti á borðið og fletjið út deigið í sirka 20x40 cm flöt. 
  2. Blandið saman mjúku smjöri, sykri og kanil í skál og blandið saman. Smyrjið á deigið. 
  3. Dreifið múslíinu yfir. 
  4. Skerið epli í litla bita og dreifið yfir. 
  5. Rúllið deiginu upp frá 40 cm endanum í lengju og skerið svo í 8 bita. 
  6. Smyrjið hringlaga form og raðið snúðunum ofan í formið. Leggið hreint viskustykki yfir formið og látið snúðana hefast í sirka 30 mínútur. 
  7. Stillið ofninn á 175 gráður, á undir og yfir hita. Bakið snúðana í 35-40 mínútur eða þar til þeir eru orðnir fallega gylltir á litinn. 

Glassúr

  1. Á meðan snúðarnir eru í ofninum er gott að útbúa glassúrið. Bræðið smjörið í potti og bætið flórsykri saman við og hrærið vel. 
  2. Setjið vanilludropa út í ásamt heitu vatni. Best er að setja vatnið hægt út í og hræra vel á eftir hverja skeið. Setjið 2 skeiðar ef þið viljið sleppa rjómaostinum, annars 3 msk. Hrærið rjómaostinum saman við. 
  3. Smyrjið svo glassúrinu yfir í því magni sem þið viljið. 
Mjúkir kanilsnúðar eru akkurat það sem okkur vantar á þessari …
Mjúkir kanilsnúðar eru akkurat það sem okkur vantar á þessari aðventu. mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert