Fylltir sveppir með beikoni og parmesan

Kristinn Magnússon

Gott meðlæti toppar máltíðina og þessir sveppir eru í algjörum keppnisgæðum!

Fylltir sveppir

  • 8 stórir sveppir
  • 100 g rjómaostur með graslauk og lauk
  • 25 g rifinn parmesan
  • ½ tsk. hvítlauksduft
  • pipar
  • 6 sneiðar beikon

Aðferð:

  1. Stilkarnir teknir úr sveppunum (gott er að nýta þá í sósuna) og smá olíu sáldrað yfir þá.
  2. Beikonið steikt þar til stökkt og þá skorið smátt. Rjómaosti, parmesanosti, hvítlauksdufti, pipar og beikoni blandað saman og sveppirnir fylltir með blöndunni og bakað í ofni á 180°C í um 15 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert