Humar með soja- og hvítlauksgljáa

Það er vinsælt að hafa alls kyns pinnarétti um áramótin, hvort heldur sem er í áramótapartýinu eða matarborðinu. Humarhalar geta líka verið góður forréttur um jólin og hér sýnir Snædís Jónsdóttir matreiðslumaður hvernig má gera ljúffenga humarhala með poppuðu bókhveiti. 

Eyþór Árnason

Humarhalar

  • 10 humarhalar
  • soja- og hvítlauksgljái
  • 50 g soja
  • 100 g sykur
  • 200 g vatn
  • 1 msk. hvítlaukusduft
  • ½ tsk. chili-duft

Aðferð:

  1. Allt sett í pott (utan humarinn) og soðið niður um 50%.
  2. Humarinn grillaður/steiktur.
  3. Gljáinn penslaður á og poppuðu bókhveiti stráð yfir.

Poppað bókhveiti

  • 1 poki bókhveiti
  • salt
  • 2 l olía

Aðferð:

  1. Sjóðið vatn í potti með tsk. af salti.
  2. Setjið bókhveitið ofan í vatnið og sjóðið í sirka 12-15 mínútur.
  3. Setjið olíu í pott og hitið olíuna í 190°c.
  4. Setjið bókhveitið varlega ofan í olíuna og djúpsteikið þar til að það fer að fljóta og hætt er að krauma í olíunni.
  5. Veiðið upp með sigti og látið á pappír á bakka.
  6. Stráið salti yfir bókhveitið þegar það kemur heitt upp úr pottinum.
  7. Stráið á gljáðan humarinn.

Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert