Ljúffengt og einfalt meðlæti á veisluborðið

Kremað gúrkusalat hentar vel með til dæmis krónhjartarlund.
Kremað gúrkusalat hentar vel með til dæmis krónhjartarlund. mbl.is/Eyþór

Það er stundum erfitt að fá hugmyndir að nýju meðlæti með veislumatnum um hátíðirnar. Hér má finna uppskriftir frá Snædísi Jónsdóttur matreiðslumanni að kremuðu gúrkusalati, mysingskartöflum og púrtvínssósu.

Kremað gúrkusalat

  • 3 stk. gúrkur
  • 1 stk. rauðlaukur
  • 1 dós 36% sýrður rjómi
  • sítrónubörkur
  • 1 búnt dill

Aðferð:

  1. Skerið gúrkuna í sneiðar.
  2. Skerið rauðlaukinn í strimla.
  3. Saxið dillið smátt.
  4. Blandið saman dilli og sýrðum rjóma, rífið sítrónubörk yfir og blandið því við gúrkuna og rauðlaukinn.
Mysingskartöflur henta með hvaða kjöti sem er.
Mysingskartöflur henta með hvaða kjöti sem er. mbl.is/Eyþór

Mysings­kartöflur

  • 1 kg forsoðnar kartöflur
  • 250 g mysingur
  • 250 g púðursykur

Aðferð:

  1. Setjið mysing og púðursykur í pott.
  2. Hrærið vel í þar til púðursykurinn er leystur upp.
  3. Bætið svo kartöflum út í pottinn og hitið upp, leyfið karamellunni að hjúpast við kartöflurnar.

Púrtvínssósa

  • 750 ml nautasoð (má einnig vera kjúklingasoð)
  • 350 ml púrtvín
  • 100 ml rauðvín
  • 50 g smjör
  • 5 g timían
  • eplaedik
  • salt

Aðferð:

  1. Hellið púrtvíni og rauðvíni í pott ásamt soðinu og sjóðið niður um helming.
  2. Smakkið sósuna til með eplaediki og salti.
  3. Að lokum er smjöri hrært saman við ásamt timíanlaufum.

Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert