Aðalréttir

Föstudagsfreistingin sem gulltryggir góða helgi

22.3. Já, hér er ýmsu lofað börnin mín og þessi uppskrift stendur fylliega undir væntingum enda úr smiðju Berglindar Hreiðars sem er þeim kosti gædd að elda bara góðan mat. Meira »

Guðdómlegt grænmetislasagne

20.3. Það gerist ekki betra en akkúrat þetta lasagne sem þú munt vilja gera vikulega hér eftir. Sveppir og eggaldin leynast í uppskriftinni, en þeir sem kjósa eitthvað annað en þetta grænmeti geta einfaldlega skipt út með öðrum hráefnum sem þeim líst betur á. Meira »

Gourmet svínalund með geggjuðu meðlæti

20.3. Hér erum við með lágkolvetnaveislumat af bestu gerð. Hægt er að borða þennan rétt bæði spari og hversdags og það eru einungis fjögur hráefni í henni að meðlætinu meðtöldu. Meira »

Sósan tekur þennan rétt upp á næsta stig

19.3. Sósan með þessum rétti er það sem sérfræðingarnir myndu kalla „undursamlega“. Við erum að tala um bragðlaukasinfóníu af bestu gerð sem tekur þennan rétt upp á næsta stig. Meira »

Tacos með hægelduðu svínakjöti og bragðmikilli sósu

19.3. Það er taco-þriðjudagur og þá er alltaf gaman. Hér erum við með geggjaða útgáfu af taco úr smiðju Evu Laufeyjar og þetta er ein af þessum sem gera lífið umtalsvert betra og gott betur. Meira »

Hversdagsrétturinn sem brýtur allar reglur

18.3. Þessi uppskrift er þess eðlis að maður er eiginlega bara steinhissa. Rétturinn er hins vegar afar bragðgóður og mun eflaust slá í gegn á kvöldmataborðinu enda ekki von á öðru. Meira »

Lambafile með ómótstæðilegu meðlæti

16.3. Lambakjöt stendur alltaf fyrir sínu og hér gefur að líta uppskrift sem vert er að prófa. Þetta er svoköllu öfug eldun sem er eiginlega bara fullkomlega rökrétt og frekar frábær. Meira »

Pottrétturinn sem klikkar aldrei

13.3. „Þennan pottrétt hefur mamma mín búið til um árabil og ég man ég hreinlega elskaði þegar hann var í matinn. Ég hef oft útbúið þennan rétt fyrir mína fjölskyldu og loksins kom ég honum niður á blað til að fleiri geti notið hans.“ Meira »

Einfaldur en ómótstæðilegur pastaréttur

11.3. Ef maður ætlar að fá sér pasta á annað borð er ekki úr vegi að hafa það hinn klassíska carbonara sem fátt fær toppað. Bara beikonið og rjóminn gerir þennan stórkostlega pastarétt að uppáhaldi flestra sælkera. Meira »

Kjúklingasalatið sem dæturnar elska

8.3. Það er alltaf vinsælt að vera með mat sem afkvæmunum hugnast enda fátt martraðarkenndara en vonbrigðagrátur barnanna þegar afrakstur eldamennskunnar er settur á kvöldverðarborðið. Meira »

Pítsa með hráskinku, ruccola, sveppum, avocadó og mosarella-perlum

8.3. Þessi dásemd er hreinræktað sælgæti enda höfundur hennar engin önnur en Linda Ben. Það er ekki nokkur leið að standast svona og því hvetjum við ykkur eindregið til að láta vaða og prófa þessa snilld. Meira »

Karamellukjúklingur Tinnu Alavis

7.3. Þessi kjúkingaréttur er algjör draumur því hann er alveg hreint sérstaklega ljúffengur þökk sé óvenjulegri marineringu. Það er Tinna Alavis sem á heiðurinn að þessari snilld en hún segir að hann sé bæði bragðmikill og dálítið sætur á bragðið. Meira »

Krispí og gott salat með grilluðum kjúklingalærum og stökkri parmaskinku

5.3. Það er nákvæmlega ekkert við þetta kjúklingasalat sem getur klikkað. Hér erum við með kjúkling, stökka parmaskinku, avókadó, klettasalat svo ekki sé minnst á mosarellaperlurnar. Meira »

Dásamlegur saltfiskréttur frá Höllu Báru og Gunna

4.3. Meistarahjónin Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson eru annálað smekkfólk og fagurkerar og eiga það einnig til að elda betri mat en flestir. Hér gefur að líta saltfiskrétt frá þeim hjónum sem ætti að slá í gegn á öllum heimilum. Meira »

Ketómeðlætið sem allir elska

26.2. Hér erum við með snilldaruppskrift að rétti sem bæði mætti nýta sem aðalrétt og meðlæti. Uppskriftin er upphaflega komin úr frönsku tímariti en búið er að betrumbæta hana eftir kúnstarinnar reglum þannig að núna er hún einnig ketóvæn. Meira »

Læknirinn hélt partý sem okkur var ekki boðið í

22.2. Ok. Stundum eru haldin partý sem maður hefði ólmur viljað komast í. Partý þar sem félagsskapurinn er til fyrirmyndar og veitingarnar upp á tíu. Að maður tali nú ekki um partý þar sem boðið er upp á tvíréttaðan metnað í hæsta gæðaflokki. Meira »

Tælensk núðlusúpa með kókos og rauðu karrý

20.2. Hér er á ferðinni mikil uppáhalds súpa. Hún rífur vel í og er upplagt að bjóða kvef- og flensuhausum upp á hana enda inniheldur hún ríflegt magn af chilli, engifer og hvítlauk. Ég nota einnig vel af kóríander í súpuna en honum má alveg sleppa fyrir kóríanderhatarana þarna úti, það er líka mjög gott að nota ferskt basil í staðin. Meira »

Kjúklingarétturinn sem passar við öll tilefni

17.3. Þessi uppskrift er nákvæmlega akkúrat það sem þú þarft á að halda. Þetta er ein af þessum uppskriftum sem eru svo pakkaðar af góðu bragði að lífið verður betra. Hún passar bæði hversdag og spari. Þannig að þetta er eiginlega bara fullkomin uppskrift. Meira »

Ketó quesadilla sem gerir allt betra

14.3. Mexíkóskur slær alltaf í gegn og hvað þá ef hann er ketó. Þessi dýrðlega uppskrift er einfaldlega algjör negla enda höfundur hennar enginn aukvisi þegar kemur að matargerð. Meira »

Sjúklega spennandi útgáfa af taco

12.3. Þetta er aðferð sem er ekki notuð á mörgum heimilum en ætti svo sannarlega að vera það. Hér erum við með taco a la Eva Laufey og eins og við höfum áður sagt þá komast fáir með tærnar þar sem Eva Laufey hefur hælana. Meira »

Plokkfiskurinn sem sagður er sá besti á Íslandi

11.3. Plokkfiskur er herramannsmatur og alla jafna eldaður eins. Hér náðum við þó í uppskriftina sem sögð er sú besta hér á landi enda kemur hún úr uppskriftabók hins eina sanna Úlfars Eysteinssonar. Meira »

Helgarpizzan er gúrmet calzone

8.3. Erum við mögulega að gleyma þessari frábæru útgáfu af pizzu? Calzone er öðruvísi upplifun á hinni einföldu flatböku þegar hráefnin eru falin undir deiginu. Í þessu tilviki eru engar reglur varðandi hráefnið, þú setur þitt calzone saman með öllu því sem hugurinn girnist. Meira »

Mexíkóveisla Evu Laufeyjar

7.3. Haldið þið ekki að Mexíkódrottningin sé komin með nýja uppskrift en fyrir þá sem eru ekki alveg með á hreinu hvað verið er að vísa í þá er það að sjálfsögðu sú staðreynd að tvö ár í röð hefur Eva Laufey átt vinsælustu uppskriftina á Matarvefnum og geri aðrir betur. Meira »

Fylltar kartöflur með eggi og beikoni

6.3. Af hverju höfum við ekki smakkað þessa snilldarútgáfu fyrr? Hér er brauðinu sleppt, sem annars er algeng sjón með hráefnum sem þessum, og kartafla notuð í staðinn. Útkoman verður frábær kvöldmatur sem þú mátt alls ekki láta fram hjá þér fara. Meira »

Lágkolvetnalax með blómkálsmús

5.3. Hér erum við með frábæran fiskrétt sem er í senn einfaldur en afskaplega bragðmikill og góður. Blómkálsmúsin er sannarlega að slá í gegn enda fullkominn staðgengill fyrir kartöflur og kolvetnin sem þeim fylgja. Meira »

Ofurgirnilegt pasta með lúxushráefnum

27.2. Hér er ofureinföld uppskrift að gómsætu pasta með bragðgóðum osti og pancetta. Við mælum svo sannarlega með þessum, sem tekur einungis 15 mínútur í framkvæmd. Meira »

Lúxuslax með sítrónusmjöri og salati

26.2. Hér erum við með sannkallaðan sælkeralax sem ætti að gleðja hvern sem er á degi sem þessum. Lax klikkar aldrei eins og við vitum og einfaldleikinn er oftar en ekki laaaangbestur. Hér er sítrónusmjörið í aðalhlutverki og eins og allir sannir sælkerar vita er fátt betra á fisk. Meira »

Pasta með pepperóní og sveppum í hvítlauksostasósu

21.2. Pastaréttir eru sívinsælir og frábærir til að nýta grænmeti og álegg sem er við það að syngja sitt síðasta. Það er Svava Gunnarsdóttir á Ljúfmeti og lekkerheitum sem á heiðurinn að þessari uppskrift en hún segir að sé sósan góð geti útkoman ekki verið önnur en frábær. Meira »

Mögnuð Mexíkóveisla á pönnu

19.2. Það er þriðjudagur og það þýðir að það er Mexíkókvöld! Þessi snilldarréttur er svo mikil snilld að það er leitun að öðru eins. Hér er notast við eina pönnu en útkoman er magnþrungin - að mexíkóskum hætti. Meira »