Bbq

Grillað lamb með sesam- og appelsínumarineringu

21.6. Það verður seint hægt að fá nóg af góðu kjöti þótt að úti sé skelfingarveður um nánast allt land. En við látum það ekki á okkur fá enda löngu vitað að flest grill eru vatnsheld og við værum ekki Íslendingar nema við grilluðum í öllum veðrum. Meira »

Sælgætis skötuselur með engifer, chili og lime

10.6. Hugi Kristinsson matreiðslumaður á Tryggvaskála á Selfossi galdrar hér fram fyrir lesendur dásemdar skötusel sem borinn er fram með parmaskinkuvöfnum aspas. Meira »

Grillað rib eye með timian smjöri og bökuðum kartöflum

8.6. Sveinn Sævar Frímannson heldur þétt um spaðana á hinum rómaða veitingastað Berlín á Akureyri. Sveinn er jafnframt afkastamikill grillari og þeir sem eru svo heppnir að fylgjast með honum á Snapchat fá oft hressandi matarmyndbönd úr blíðunni fyrir norðan sem hefur verið með eindæmum undanfarið. Meira »

Bragðmikil kjúklingaspjót með jógúrtdressingu

12.5. Allir þeir sem eru komnir með vatn í munninn og farnir að láta sig dreyma um slíkt góðgæti geta formlega tekið gleði sína því hér að neðan er einmitt slíka uppskrift að finna. Meira »

Má bjóða þér fléttað svínakjöt?

24.4. Það er alltaf hressandi þegar við fáum uppskriftir sem mann rekur í rogastans yfir. Eins og þessi hér en auðvitað er það bara okkar eini sanni læknir í eldhúsinu sem lætur sér detta í hug að flétta kjöt. Meira »

Grillaður “Pulled pork” borgari

22.4. Ef það er einhvern tímann tilefni til að grilla þá er það núna. Hér gefur að líta uppskrift sem fær hjartað til að slá hraðar. Meira »

Djúsí borgari frá Júlíu

1.10.2017 „Um daginn fékk ég svo svakalega löngun í burger og kokteilsósu að ég ákvað ég að gera smá tilraun og bjó til holla „kokteilsósu“. Ég verð bara að segja að ég varð sko ekki svikin! Fyrir bestu útkomuna reynið að velja breið og flott eggaldin! Hann er sannarlega rausnarlegur og eitthvað sem allir sælkerar kunna vel að meta.“ Meira »

Grilluð nautaspjót með reyktri chimichurri sósu

4.8.2017 Ef þetta er ekki hin fullkomna grillmáltíð þá vitum við ekki hvað. Hér eru nautaspjót þrætt upp á spjót en hæglega má skipta nautinu út fyrir lamb og er það alls ekki síðra. Chimichurri sósan er síðan argentínsk sósa sem setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið. Meira »

Grillveisla að hætti Júlíu heilsumarkþjálfa

27.7.2017 Það er fátt meira viðeigandi á sumrin en að grilla góðan mat og helst slá upp veislu eða almennilegu matarboði eins oft og kostur er. Oftar en ekki tengja menn helst kjötmeti við grill en matgæðingar vita að það er fátt betra en grillað grænmeti. Meira »

Flanksteik með leynikryddblöndu

20.7.2017 Flanksteik hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mörgum mataráhugafólki enda um virkilega skemmtilegan bita að ræða. Því miður hefur hún ekki verið auðfáanleg hér á landi fyrr en þau gleðitíðindi bárust að hún væri alla jafna til í Matbúrinu úti á Granda. Meira »

Grilluð pizza með fíkjum, gráðosti og sultuðum lauk

17.7.2017 Grillaðar pizzur eru stórkostleg uppfinning. Brauðið verður sérlega stökkt og gott auk þess sem grillkeimurinn smýgur í gegn sem gerir bragðið algjörlega truflað. Meira »

Grillað kjúklingaspjót með eldpipar

9.11.2017 Ef það er eitthvað sem hægt er að treysta þá er það að kokkarnir á Sumac hafi sæmilegt vit á matargerð enda státa þeir af kokki ársins. Ef það á að slá um sig í matarboði er tilvalið að bjóða upp á þennan rétt enda passlega framandi og gríðarlega flottur. Meira »

Rifin sem Ramsay elskar

22.8.2017 Rif eru ekki bara rif (eins og allir vita) og ef sjálfur Gordon Ramsay mælir með þeim þá hljóta þau að vera stórkostleg. Það er hið minnsta niðurstaðan sem við höfum komist að hér á Matarvefnum en þessi uppskrift hljómar alla vega frekar vel. Meira »

Súkkulaðikaka grilluð í appelsínu

31.7.2017 Fyrir þá sem eru að leita að nýjum og ferskum hugmyndum kemur þessi eins og ferskur andvari. Hér erum við að tala um köku sem bökuð er í appelsínu á grilli. Það gerist vart snjallara að okkar mati og við hvetjum alla til að prófa þessa fordæmalausu snilld. Meira »

Heilgrillað lamb að hætti læknisins

21.7.2017 Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að mat. Hann bauð til veislu og lét sig ekki muna um að heilgrilla lamb í innkeyrslunni heima hjá sér. Veislan tókst að vonum vel enda ekki við öðru að búast. Meira »