Grill

Mexíkóborgari með avocado og chilimæjó

31.10. Við erum ekkert hætt að grilla þó að hitatölurnar hafi lækkað. Hamborgarar eru vinsælir á hverju heimili og falla seint úr gildi. Meira »

Grillaðar pestó-rækjur með ananassalsa

17.9. Við erum öll að reyna halda aðeins í sumarið sem kom aðeins of seint í ár, en kom þó blessunarlega í kortér. Þessi réttur er alveg í þeim anda og er tilvalinn sem forréttur. Meira »

Hamborgari fyrir þá sem þora

14.9. Það er ekki annað hægt en að elska hamborgara, enda fullkomin máltíð sem má matreiða á svo marga vegu. Þessir borgarar eru áskorun fyrir þig! Meira »

Geggjaður grillaður lax með lúxus meðlæti

20.8. Lax er sívinsæll á grillið, þéttur og góður fiskur sem bragðast einstaklega vel. Hér er eldamennskan fremur einföld en sítrónupiparinn passar sérlega vel með fiskinum. Aspasinn er svo nánast skilyrði að prófa enda er hunangs- og rommgljáinn engu líkur. Meira »

Einfaldasta helgarsteikin

17.8. Hér gefur að líta uppskrift að mögulega einföldustu helgarsteik í heimi. Undirbúningurinn tekur engan tíma, eldunin sáralítinn og útkoman er engu að síður framúrskarandi. Meira »

Grillaður hamborgari með þrenns konar ostum

16.8. Það er fátt betra en grillaður hamborgari nema ef vera skyldi grillaður hamborgari löðrandi í dásemdar ostum. Hvað er hægt að biðja fremur um? Meira »

Ljúffengur lax með þremur sósum

23.7. Lax er herramannsmatur og ekki spillir fyrir ef hann er villtur. Hér er einstaklega skemmtileg uppskrift að laxi sem á endanum var borinn fram í hrísgrjónapappír að austurlenskum hætti. Meira »

Ostborgari með fersku salsa og sterku majonesi

5.7. Ostborgarinn á Bragganum er með cheddar-osti og notaður er 175 g borgari. Það sem einkennir hann er ferska salsað sem borið er fram með honum og sterka majonesið. Meira »

Einfaldasta eftirréttapítsa sem sögur fara af

27.6. Fyrst þjóðin er á annað borð alltaf að grilla er allt eins gott að taka grillunina skrefinu lengra og grilla góðan eftirrétt. Meira »

Grillað lamb með sesam- og appelsínumarineringu

21.6. Það verður seint hægt að fá nóg af góðu kjöti þótt að úti sé skelfingarveður um nánast allt land. En við látum það ekki á okkur fá enda löngu vitað að flest grill eru vatnsheld og við værum ekki Íslendingar nema við grilluðum í öllum veðrum. Meira »

Marineraðar kótilettur með mögnuðu meðlæti

20.6. Það er fátt skemmtilegra á grillið en góðar kótilettur og hér gefur að líta geggjaðar kótilettur með svo mögnuðu meðlæti að örgustu meðlætis-andstæðingar munu þurfa að éta hatt sinn. Meira »

Einfaldur appelsínulax á grillið

14.6. Eins og tíðin er má allt eins steikja laxinn á pönnu en örvæntið eigi - bragðið mun bæta geðheilsuna til muna. Hér gerir appelsínan gæfumuninn en í bland við hunang verður útkoman hrein unaðsleg svo ekki sé fastar að orði kveðið. Meira »

Sælgætis skötuselur með engifer, chili og lime

10.6. Hugi Kristinsson matreiðslumaður á Tryggvaskála á Selfossi galdrar hér fram fyrir lesendur dásemdar skötusel sem borinn er fram með parmaskinkuvöfnum aspas. Meira »

Heilgrillaður fiskur sem slær í gegn

2.6. Grillfeðurnir eru mættir með uppskrift sem þeir kalla Draum veiðimannsins enda er veiðin komin á fullt að þeirra sögn og ekki seinna vænna en að fara að heilgrilla fiska sumarsins. Meira »

Kryddlegnar lambakótilettur með hvítlauks- og jógúrtdressingu

2.6. Kótilettur eiga alltaf vel við og þessi uppskrfit er fremur frábær og snareinföld. Að auki flokkast hún klárlega sem „gourmet“ enda kemur hún úr smiðju Bon Appetit sem þykir nú með vandaðri matreiðslupésum sem gefinn er út. Meira »

Ostafylltar snakkpaprikur á grillið

26.5. Þessar stórsnjöllu paprikur eru sannkallaðar partýpaprikur. Fylltar af brie-osti er ekki hægt að ímynda sér betra meðlæti á grillið. Meira »

„Ef það væri boðið upp á einn pastarétt í himnaríki, þá væri þetta hann“

15.5. Hinir sí-svölu Grillfeður eru hér með uppskrift að klassískum rétt sem þeir fullyrða að sé með því besta sem hægt er að bjóða upp á. Þeir ganga meira að segja svo langt að fullyrða að „ef það væri boðið upp á einn pastarétt í himnaríki, þá væri þetta hann.“ Meira »

Svona þrífur þú grillið

12.8. Hver elskar ekki góðan grillmat og hver elskar þó aðeins minna að þurfa þrífa grillið? Að þrífa grillið þarf samt ekki að vera neitt vandamál því það er svo sáraeinfalt í framkvæmd. Meira »

Syndsamlega subbulegt útilegusnarl

23.7. Gleymið súkkulaðifylltu banönunum í útileguna. Það er kominn nýr eftirréttur á svæðið sem mun gjörsamlega trylla lýðinn og keyra upp stemninguna svo um munar. Athugið þó að hann er alls ekki heilsusamlegur né grennandi, inniheldur mögulega óheyrilegt magn af sykri en góður fréttirnar eru að hann bragðast eins og himnaríki á priki. Meira »

Grillaðar svínalundir fylltar með fetaosti, döðlum og beikoni

29.6. Það er komið að því að plana helgarmatinn og það er harðbannað að leggjast í almenna vesæld yfir veðrinu heldur gera sér glaðan dag með dásamlegum mat. Meira »

Grillað lamb með gremolata og kartöflusalati sem leynir á sér

24.6. Lambið er sívinsælt á grillið og skyldi engan undra. Hér gefur að líta grillað lamb með snilldarmeðlæti en það er kartöflusalat sem leynir verulega á sér og gremolata.  Meira »

Grillað lamb með rosalegu kryddsmjöri

20.6. Það er fátt betra á grillið en góð lambasteik og hér getur að líta uppskriftir frá hinum eina sanna Hafliða Halldórssyni sem veit nú meira en flestir hvernig best er að matreiða lamb. Meira »

Fullkomið meðlæti með grillmatnum

19.6. Grænmeti er lang besta meðlæti sem hægt er að fá með grillmat og við fengum Silviu Carvalho til þess að setja saman fyrir okkur tvo afar einfalda grænmetisrétti sem passa með öllum mat. Meira »

Grillaður þorskur með granateplasalsa og hvítlaukssósu

11.6. Ferskur fiskur er eina vitið á degi sem þessum þar sem við gírum okkur upp fyrir komandi viku og missum ekki vonina um veðurblíðu þó að spáin sé hreint út sagt arfaslæm. Meira »

Grillað rib eye með timian smjöri og bökuðum kartöflum

8.6. Sveinn Sævar Frímannson heldur þétt um spaðana á hinum rómaða veitingastað Berlín á Akureyri. Sveinn er jafnframt afkastamikill grillari og þeir sem eru svo heppnir að fylgjast með honum á Snapchat fá oft hressandi matarmyndbönd úr blíðunni fyrir norðan sem hefur verið með eindæmum undanfarið. Meira »

Lambaborgarar með sítrónu- og capers-aioli og fennelsalati

2.6. Hver vill ekki prófa eitthvað splunkunýtt og spennandi í næsta grilli? Mögulega eitthvað sem fær fólk til að æpa af gleði og dásama matreiðsluhæfileika þína og hugvitssemi. Þú tekur hólinu af hógværð enda veistu að þú varst með skothelda uppskrift í höndunum. Meira »

Guðdómlegur grískur kalkúnaborgari

29.5. Þessir borgarar eru í hollari kantinum og skapa sumarlega miðjarðarhafsstemmingu með spínati, rauðlauk, sólþurrkuðum tómötum og fetaosti. Við mælum með því að slafra þessum í sig með góðri tzatziki sósu og sætkartöflufrönskum. Meira »

Sterk útgáfa af hægelduðu grísakjöti (pulled pork)

16.5. Þessi uppskrift er formlega það sem kalla skyldi „keppnis". Hér gefur að líta sérlega sælgætisútgáfu af hægelduðu grísakjöti sem ætti að fá meðalmanninn til að gráta af gleði. Meira »

Bragðmikil kjúklingaspjót með jógúrtdressingu

12.5. Allir þeir sem eru komnir með vatn í munninn og farnir að láta sig dreyma um slíkt góðgæti geta formlega tekið gleði sína því hér að neðan er einmitt slíka uppskrift að finna. Meira »