Kaka

Lífsbætandi Maltesers ostakaka

28.5. Sumt er hreinlega of girnilegt til að vera satt og þessi Maltesers ostakaka er klárlega þar á meðal. Kakan hreinlega kallar á ilvolg og sólrík sumarkvöld þar sem setið er úti með teppi og lífsins notið. Meira »

Rjómatertan sem á enga sína líka

27.4. Hér erum við með eitthvað algjörlega splunkunýtt og höldum vart vatni af spenningi. Þessi kaka er úr smiðju hinnar spænskættuðu Maríu Gomez á Paz.is en hún segir að kakan eigi enga sína líka. Meira »

Saltkaramelludraumur sem bræðir hjörtu

21.4. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja þessi kaka var svo dásamlega góð og falleg! Uppskriftina sá ég á síðu sem heitir Sugar & Sparrow og er þetta núna nýja uppáhaldssíðan mín og ég þarf klárlega að prófa fleiri uppskiftir og hugmyndir þaðan!“ Meira »

Toblerone ostakaka með hindberjakeim

19.4. Þetta er það sem við köllum almennt hina fullkomnu ostaköku. Hátíðleg og algjörlega frábær þannig að hér ætti ekkert að klikka. Meira »

„Besta djöflaterta í heimi“

18.4. Ef Halla Bára og Gunni á Home & delicious segja að einhver kaka sé sú besta í heimi þá trúum við því. Flóknara er það ekki.  Meira »

Svartagaldurs-súkkulaðikakan innihélt hráefni sem engan gat grunað

7.3. Svartagaldurs-súkkulaðikakan (e. Black Magic Chocolate Cake) er gríðarlega vinsæl kökuuppskrift sem má segja að hafi náð hvað mestum vinsældum um miðja síðustu öld. Hún er goðsögn meðal súkkulaðikaka sem er snargalið. Meira »

Kim Kardashian sendi köku sem enginn mun gleyma

26.2. Fjórar skvísur í dulargervi mættu með afmælisköku fyrir hönd Kim Kardashian.  Meira »

Kakan sem sendir þig í annan heim

27.1. Það er eitthvað rosalegt sem kemur fyrir bragðlaukana þegar þessi bomba læðist inn fyrir varirnar.   Meira »

Ketó kaka sem reyndist algjörlega frábær

20.1. Það hefur verið smá erfitt að finna ketó eftirrétt fyrir ketó fólkið í kringum mig. Þessi kaka er mjög einföld og fljótleg. Þar sem ég hef aldrei notað sætuefni áður tók nokkurn tíma að finna þessi í sætuefnafrumskóginum en það tókst. Meira »

Bakaði Betty með jólaöli

21.12. Við höfum heyrt því hvíslað að hægt sé að skipta út eggjum í Betty Crocker með því að setja kókdós í staðinn. Hjómar galið en virkar. Meira »

Svona gerir þú allt öðruvísi marengsköku en þú átt að venjast

11.11. Hér gefur að líta ægifagra marengstertu sem lítur hreint allt öðruvísi út en við eigum að venjast en er ekki svo flókin. Það er Hjördís Dögg á mömmur.is sem á heiðurinn að þessari uppskrift en það er alltaf gaman að sjá hvernig hægt er að leika sér með marengsinn. Meira »

Súkkulaði- og berjabomba Gígju

25.10. „Þessi kaka er dásamlega góð og ekki skemmir það fyrir hvað hún er falleg. Æðisleg í veisluna og fyrir hvaða tilefni sem er.“ Meira »

Gulrótarkaka með rjómaostakremi og saltkaramellu

14.10. Hér gefur að líta geggjaða gulrótarköku með kremi sem klikkar ekki. Það er nefnilega þannig að krem sem innihalda rjómaost eiga það til að vera betri en önnur krem... Meira »

Draumasúkkulaðikaka a la Nicolas Vahé

7.10. Súkkulaðikaka er ekki bara súkkulaðikaka og þegar hún er bökuð úr súkkulaðitrufflum, lakkrís og saltkarmelu þá er ekki hannað hægt en að taka þátt í gleðinni. Meira »

Hrekkjavökukakan 2018

2.10. Það fer að bresta á með hrekkjavöku en eins og meðvitaðir foreldrar vita þá eru nákvæmlega 29 dagar til stefnu (á mínu heimili hefur verið talið niður í 336 daga). Meira »

Klísturkaka með ólöglegu magni af karamellu

23.9. Ef þetta er ekki kaka sem nauðsynlegt er að prófa þá veit ég ekki hvað. Þessi kaka er í miklu uppáhaldi hjá Berglindi Guðmunds sem alla jafna er snillingurinn á bak við Gulur, rauður, grænn og salt. Kakan kemur úr bókinni hennar sem kom út um síðustu jól og þótti frábær. Meira »

Kakan sem enginn heldur vatni yfir

31.8. Þriggja laga súkkulaðikaka með saltkaramellu og poppi verður seint toppuð kræsing. Það er alveg á hreinu að þessi fær 5 stjörnur af fimm mögulegum – algjör draumur. Meira »

Þreföld súkkulaðibomba

28.2. Þið sem fáið vatn í munninn við það eitt að hugsa um súkkulaði ættuð að sleppa öllu frá ykkur og vinda ykkur í bakstur á þessari bombu sem við erum að bjóða upp á. Meira »

Sjúkleg súkkulaðiðkaka með kaffiglassúr

22.2. „Kakan er með æðislegum kaffikeim og ég mæli með að setja smá rommdropa í glassúrið. Það fer mjög vel saman við kaffibragðið. Ég setti hluta af glassúrinu yfir kökuna og bar restina af því fram í skál, fyrir þá sem vildu setja meira af því yfir kökuna. Það enduðu allir á að gera það.“ Meira »

Gulrótakaka með bláberjum og rjómaostakremi

24.1. Hver getur slegið hendinni á móti svona líka dásamlegri köku sem hlýtur að vera snarholl fyrst hún inniheldur svona mikið grænmeti? Það getur bara ekki annað verið. Meira »

Ómótstæðileg eplakaka með hnetum og kanil

12.1. Ein svona klassísk, gömul og góð sem getur ekki klikkað. Við eigum það svo sannarlega skilið.   Meira »

Skúffukakan hennar Svövu

25.11. „Ég sit við eldhúsborðið með þriðja kaffibolla dagsins og er að fara í gegnum uppskriftir sem mig langar að prófa. Krakkarnir sofa alltaf fram yfir hádegi um helgar og mér þykir svo notalegt að læðast fram, kveikja á útvarpinu og byrja daginn rólega.“ Meira »

Syndsamleg súkkulaðsprengja með jarðarberjum og pistasíuhnetum

28.10. Þessi dásemdar súkkulaðibaka er algjörlega ómótstæðileg enda kemur hún beint úr smiðju Svövu Gunnars á Ljúfmeti & lekkerheit. Meira »

Bounty tertan sem sigraði eftirréttakeppnina

20.10. Þessi snilldar terta hefur til að bera flest það sem góða köku þarf að prýða. Enda sigraði hún eftirréttakeppni Nettó og Matarvefsins og er vel að því komin. Meira »

Súkkalaðikaka með blautri miðju

13.10. Góð súkkulaðikaka stendur ætíð fyrir sínu - ekki síst ef höfundur hennar er sjálf Eva Laufey. Þessi uppskrifti ætti því engan að svíkja. Meira »

Fjölskyldubomba Berglindar

7.10. Þessi kaka ætti að vera á hverju veisluborði. Hér er um að ræða sameiningartákn þjóðarinnar: allt það sem við elskum heitast þegar kemur að kökum. Um það þarf engar frekari umræður - njóti vel! Meira »

Lúxus smáskúffa - eina ráðið gegn haustlægðinni

28.9. Í mígandi rigningu og andlegri lægð þýðir stundum ekkert annað en að baka alvöru súkkulaðiköku. Mér finnst súkkulaðikaka ekki vera súkkulaðikaka nema að í henni sé alvöru súkkulaði hvort sem er í kökunni eða kreminu, segir meistari Tobba Marínós um þessa afurð sína sem hún kýs að kalla lúxús smáskúffu - hvað sem það nú þýðir. Meira »

Ómótstæðilegur Dísudraumur með smá tvisti

15.9. Hver elskar ekki gömlu góðu hnallþóruna sem gengið hefur undir nanfinu Dísudraumur eða Draumkaka svo áratugum skiptir. Þessi kaka á sér mikilvægan sess í tertuvitund þjóðarinnar og María Gomez á Paz.is segir að þessi kaka hafi ávalt verið ein af hennar uppáhalds. Meira »

Döðlukaka með heitri karamellusósu

17.8. Döðlukakan frá GOTT hefur fyrir löngu öðlast heimsfrægð á Íslandi enda með afbrigðum bragðgóð og dásamleg. Nú hefur Matarvefnum áskotnast uppskriftin sem við deilum að sjálfsögðu með okkar ástkæru lesendum. Njótið vel! Meira »