Kjúklingur

Fljótlegt cannelloni með rjómaosti, kjúklingi og basil

í fyrradag Cannelloni er dásamlega gott en það er ansi seinlegt að fylla cannelloni (ítölsk pastarör) með fyllingunni. Því má vel bregða á það ráð að nota heilar ferskar lasagna-plötur og fylla nokkur stór pastarör í stað margra lítilla. Meira »

Ljúffengt kjúklingasalat með beikoni

11.11. Ekta heimatilbúið kjúklingasalat, eins og þú þekkir það erlendis frá. Sést ekki oft á borðum hér heima en er alveg glettilega gott. Hér má leika sér með hráefnin eftir árstíðum. Meira »

Kjúklingabringur teknar upp á næsta stig

8.11. Það er fátt betra en góður kjúklingur sem búið er að matreiða á þann hátt að bragðlaukarnir enda í allsherjar sæluvímu.   Meira »

Ruglað góð panini-samloka

7.11. Það eru eflaust fleiri en við sem eiga erfitt með að standast girnilegar samlokur. Hér kemur ein löðrandi girnileg með grænkáli og nóg af osti. Meira »

Kjúklingur í villisveppasósu frá Tinnu Alavis

7.11. Villisveppasósa er algjört sælgæti og sé hún borin fram með kjúkling og beikoni erum við að tala um það sem skilgreinist sem einstaklega vel heppnuð máltíð. Meira »

Kjúklingalæri í guðdómlegri sósu

6.11. Kjúklingur og kósíheit gæti þessi uppskrift heitið því hér erum við að tala um gómsæta kjúklingaleggi í rjómalegi með alls kyns gúmmelaði. Meira »

Kjúklingaréttur sem stelur senunni

26.10. Í þessum dásemdarrétti er bæði að finna kjúkling og beikon. Það þýðir einfaldlega að þetta er mögulega fullkominn réttur við hvert tilefni. Meira »

Kjúklingaréttur sem gæti breytt lífi þínu

23.10. Það er alltaf gaman og reyndar bráðnauðsynlegt að prófa eitthvað nýtt. Þessi réttur fellur í þann flokk og ætti sannarlega að prófa. Svo má útfæra að eigin höfði en við fullyrðum að bökur eru matur sem við ættum að borða mun oftar. Meira »

Sesamkjúklingur sem þú munt elska

18.10. Hinn fullkomni haustkjúklingur heilsar hér með sesamfræjum og engifer. Ekkert gleður kokkinn meira á heimilinu, en réttur sem allir munu elska, stórir sem smáir. Meira »

Geggjað kjúklingataco með avókadó og kóríandersósu

12.10. Það er fullkomið að loka þessari annars ágætu viku á því að fá sér sjúklega girnilegt taco í kvöldmat. Hér er kjúklingurinn í aðalhlutverki en kóríandersósan er algjört sælgæti og maísinn fullkomnar máltíðina. Meira »

Haustkjúklingurinn sem mettar heilan her

10.10. Hér kemur réttur sem enginn má láta fram hjá sér fara, sérstaklega ekki þeir sem búa á stórum heimilum því þessi uppskrift mettar marga maga. Meira »

Ómótstæðileg haustsúpa með kjúklingi

4.10. Ef það er eitthvað sem getur ekki klikkað er það þessi súpa. Hér erum við að tala um hina fullkomnu haustsúpu sem er í senn ótrúlega bragðgóð, afar seðjandi, bráðholl auk þess sem hún flytur okkur um stund á fjarlægar slóðir. Meira »

Kjúklingur í dásamlegri rjómasósu

2.10. Hér erum við með svokallaðan „keppnis- kjúkling sem þýðir að uppskriftin inniheldur fjögur eða fleiri hráefni sem við elskum. Meira »

Kjúklingarétturinn sem þykir með þeim betri

27.9. Sumar uppskriftir eru svo heillandi að það er ekki annað hægt en að ýta öllu skipulagi til hliðar og heimta að fá svona gúmmelaði í matinn (nú eða elda það sjálf/ur). Meira »

„Krispí" kjúklingur með hunangs-sinnepsgljáa

19.9. Ef þetta er ekki uppskrift sem fær hjartað til að slá hraðar þá veit ég ekki hvað. Hér erum við að tala um kjúklingabringur sem búið er að hjúpa með valhnetum og alls kyns góðgæti svo þær verða stökkar og ómótstæðilegar. Meira »

Kókoskjúklingur með sólþurrkuðum tómötum

13.9. Þessi uppskrift er akkúrat það sem maður þarf á degi sem þessum. Hér erum við með dásamlegan kjúkling og kókosmjólk sem er einmitt akkúrat það sem tekur góða kjúklingauppskrift upp á næsta stig. Meira »

Kjúklingataco sem ketó-istar elska

11.9. Hver elskar ekki ketó? Það á borða smjör og beikon og allan hinn skemmtilega matinn sem svo erfitt er að lifa án. Þó fyrst og fremst smjör og rjóma og þessi uppskrift er einmitt algjör ketó-rokkstjarna ef svo má að orði komast um uppskrift. Meira »

Uppáhaldskjúklingur Berglindar

1.11. Þessi kjúklingaréttur er fremur einfaldur en er svo bragðgóður að sjálf Berglind Guðmunds á Gulur, rauður, grænn og salt hikar ekki við að kalla hann sitt uppáhald. Meira »

Exótískur kjúklingur sem bragðast ótrúlega

24.10. Þessi réttur er af þeirri gerðinni að hann er jafn góður hversdags og spari. Hann er jafnframt afar fljótlegur og því ekkert sem mælir gegn honum. Gott er að bera hann fram með hrísgrjónum eða góðu salati. Meira »

Djúsí salsakjúklingur með nachos og ostasósu

23.10. Þessi réttur er nákvæmlega það sem þarf á degi sem þessum. Auðveldur og æðislegur eru lýsingarorðin sem ná best yfir þennan snilldarrétt. Meira »

Sesarsalat letingjans

13.10. Það er kannski ekki sanngjarnt að kalla þetta „salat letingjans“ en það er það engu að síður. Hér færðu hinn fullkomna grunn að góðu sesarsalati eða byrjun á frábærri máltíð með því að bæta t.d. kjúklingi við uppskriftina. Meira »

Ofureinfaldur kjúklingaréttur sem gerir daginn betri

11.10. Kjúklingur er alltaf klassík og þessi uppskrift er ein af þeim sem gera allt betra. Hér er búið að taka kjúklingabringurnar og skera í bita sem síðan eru meðhöndlaðir eftir kúnstarinnar reglum. Meira »

Einfalt kjúklingapasta sem börnin elska

9.10. Þessi uppskrift er í senn afskaplega auðveld og barnvæn. Rétturinn er eldaður á einni pönnu og gæti ekki verið betur til þess fallinn að gæða sér á við kvöldverðarborðið í faðmi fjölskyldunnar. Meira »

Kjúklingapasta á kortéri

3.10. Á degi sem þessum er alveg glórulaust að ætla sér að eyða of miklum tíma í eldhúsinu. Við sláum samt ekkert af kröfunum og því er eina vitið að skella í þetta dásemdarkjúklingapasta sem tekur bara kortér að gera. Meira »

Gömlu góðu tartaletturnar með tvisti

28.9. Tartalettur ættu að vera oftar á boðstólnum, snilldin sem sá matur er. Í þessari uppskrift er sykur og edik í sósunni sem gefa réttinum einstakt bragð. Meira »

Brjálæðislegt brúsettu-kjúklinga-pasta

19.9. Ef þú hefur ekki smakkað þennan áður þá getum við lofað þér því að þessi réttur mun verða reglulega á matseðlinum hér eftir. Meira »

Pasta með kjúklingi og ómótstæðilegri ostasósu

14.9. Ef það er ekki tilefni til að dekra við sig með smá kolvetnasprengju þá veit ég ekki hvað. Guðdómlegt pasta... löðrandi í ostasósu. Er eitthvað betra? Meira »

Kjúklingarétturinn sem eldar sig sjálfur

12.9. Matur sem eldar sig sjálfur gæti verið yfirskriftin að þessum girnilega kjúklingarétti. Allt inn í ofninn og síðan bara að hafa það kósí og njóta þess að finna matarilminn verða til smátt og smátt. Meira »

Kjúklingaréttur sem þú verður að prófa

10.9. Hér er kjúklingaréttur sem þú getur ekki staðist – en í þennan rétt er tilvalið að nota afganga.   Meira »