Lambakjöt

Lambahryggur á tvo vegu með sjúklegri sósu

11.5. Það er engin önnur en Eva Laufey sem á þessar dásemdaruppskriftir að lambahrygg og sósu. Reyndar er um að ræða tvær uppskriftir því önnur kemur frá tengamóður hennar og þykir algjör snilld. Meira »

Marinerað lambaprime með myntusósu

4.5. Lambaprime er hinn fullkomni helgarmatur og hér gefur að líta útfærslu af því sem vert er að prófa. Það er matarbloggarinn Hanna sem á heiðurinn af þessari uppskrift en hún segir að sér þyki gaman að gera nokkrar útfærslur í einu. Meira »

Tikka Masala ketó kjúklingur

2.5. „Ég geri yfirleitt þennan vinsæla rétt með kjúkling en það var jafn gott að nota niðurskorið lambalæri,“ segir Kolfinna og bætir við að gott sé að bera réttinn fram með blómkálshrísgrjónum, jógúrtsósu og ketó-naan brauði. Meira »

Steikarsalatið sem sérfræðingarnir sverja að sé stórkostlegt

11.4. Það er eitthvað óútskýranlega gott við rétti sem þessa. Hér erum við með svokallað salat sem er samt sneysafullt af gómsætu og bragðmiklu kjöti. Meira »

Lambafile með ómótstæðilegu meðlæti

16.3. Lambakjöt stendur alltaf fyrir sínu og hér gefur að líta uppskrift sem vert er að prófa. Þetta er svoköllu öfug eldun sem er eiginlega bara fullkomlega rökrétt og frekar frábær. Meira »

Lambakebab með myntujógúrtsósu

6.2. „Oft þegar hefur verið lambalæri í sunnudagsmatinn hjá okkur hef ég haft lambakebab úr afgangskjötinu daginn eftir. Eða gert úr því samlokur með remúlaði og steiktum lauk sem minna mikið á samloku með roastbeef,“ segir María Gomez. Meira »

Fyllt lambalæri með kryddjurtum og fetaosti

6.12. Þessi uppskrift er ein af þessum skotheldu sem gaman er að dútla við og njóta. Ilmurinn úr eldhúsinu verður afskaplega lokkandi eins og segir í kvæðinu og ekki spillir fyrir að Hanna setti saman myndband sem kennir hvernig á að bera sig að. Meira »

Alvörukjötsúpa sem allir ráða við

30.10. Hér er á ferðinni uppskrift að kjötsúpu sem er það sem við köllum á fagmáli algjörlega „skotheld“. Það þýðir að það eru hverfandi líkur á að þú klúðrir uppskriftinni en þessi uppskrift kemur frá Sirrý í Salti – eldhúsi og ef einhver ætti að kunna að galdra fram góða kjötsúpu þá er það hún. Meira »

Syndsamlega gott sunnudagslamb með geggjuðu meðlæti

21.10. Er sunnudagshefðin lambalæri og kartöflur á gamla vísu eða er landinn dottinn úr hefðinni? Sama hvort það er hefð eður ei, við erum alltaf til í safaríkt lambalæri sem þetta með grænmeti, kartöflum og nóg af hvítlauk. Meira »

Pottréttur sem getur ekki klikkað

1.10. Haustið er hin fullkomna árstíð fyrir góða og matarmikla pottrétti. Þessi hér er það sem kallast algjör negla enda er hann í senn bragðgóður, vinsæll, hollur og matarmikill. Hann kemur úr smiðju Einn, tveir og elda og ætti því ekki að klikka. Meira »

Sunnudagslambið tekið á næsta stig

9.9. Góð lambasteik er akkúrat það sem tíðin kallar á og hér gefur að líta nokkuð einfalda en alveg hreint ævintýralega góða útgáfu sem engan ætti að svíkja. Flóknar en ákaflega snjallar bragðsamsetningar einkenna réttinn sem er upp á tíu! Meira »

Lambalæri sem ömmurnar elska

20.7. Kryddin sem notuð eru í þessari uppskrift hafa þann magnaða kraft að geta flutt íslenska fjallalambið sem leið liggur yfir ókunnar lendur Austurlanda fjær þar sem ævintýrin gerast. Það er að minnsta kosti engin grámygla yfir þessari uppskrift enda hvernig væri það hægt með svona ævintýralega kryddblöndu? Meira »

Rigningarpasta með rjómaosti

27.6. Gott pasta gerir allt betra og hér gefur að lita uppskrift sem er algjörlega upp á tíu. Skyldi engan undra enda enginn aukvisi sem á heiðurinn að því. Meira »

Grillað lamb með sesam- og appelsínumarineringu

21.6. Það verður seint hægt að fá nóg af góðu kjöti þótt að úti sé skelfingarveður um nánast allt land. En við látum það ekki á okkur fá enda löngu vitað að flest grill eru vatnsheld og við værum ekki Íslendingar nema við grilluðum í öllum veðrum. Meira »

Marineraðar kótilettur með mögnuðu meðlæti

20.6. Það er fátt skemmtilegra á grillið en góðar kótilettur og hér gefur að líta geggjaðar kótilettur með svo mögnuðu meðlæti að örgustu meðlætis-andstæðingar munu þurfa að éta hatt sinn. Meira »

Lambaborgarar með sítrónu- og capers-aioli og fennelsalati

2.6.2018 Hver vill ekki prófa eitthvað splunkunýtt og spennandi í næsta grilli? Mögulega eitthvað sem fær fólk til að æpa af gleði og dásama matreiðsluhæfileika þína og hugvitssemi. Þú tekur hólinu af hógværð enda veistu að þú varst með skothelda uppskrift í höndunum. Meira »

Lúxús lambarif með rabbabaragljáa

25.5.2018 Þessi uppskrift er klárlega dýrari týpan enda gefur hér að líta eina al-skemmtilegustu uppskrfit sem sést hefur á Matarvefnum lengi. Meira »

Hægeldaðir lambaskankar í ómótstæðilegri rauðvínssósu

26.1. Það er eiginlega bara ekkert sem getur toppað þá hugmynd að hægelda lambaskanka í heilan dag meðan snjórinn fellur og veturinn er í hámarki. Meira »

Lambaskankar á Le Bistro

1.11. Meistarakokkarnir á Le Bistro á Laugaveginum kunna að reiða fram kræsingar eftir kúnstarinnar reglum. Við fengum þá til að deila með okkur einni af sínum vinsælustustu uppskriftum, sem ætti eflaust að gleðja marga. Hin fullkomna haustmáltíð myndu margir segja og það má taka heilshugar undir það. Meira »

Lambakórónur með bestu rauðvínssósu í heimi

26.10. Ef einhver kann að elda þá er það Eva Laufey – sem fullyrðir að þetta sé besta rauðvínssósa í heimi. Það er því hverrar mínútu virði að prófa þessa sósu og ekki spillir fyrir sjálf lambakórónan sem klikkar aldrei og parmesankartöflumúsin ásamt rótargrænmetinu. Meira »

Harissa-lambasteik úr nýjustu bók Nönnu

11.10. Hér gefur að líta uppskrift úr nýjustu bók Nönnu Rögnvaldar, Beint úr ofninum, en uppskriftin er í miklu uppáhaldi hjá Nönnu. Hún segir lambainnralæri henta ágætlega til fljótlegrar steikingar í ofni, nema hvað tíminn sem það þarf er svo stuttur að það nái varla að brúnast almennilega og liturinn getur orðið óspennandi. Meira »

Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín

16.9. Þessi uppskrift er tilvalin á haustin eða að vetri til, þegar við þurfum sárlega á mat að halda sem yljar okkur að innan. Það er líka eitthvað svo sérstaklega notalegt að hægelda mat – það færist svo mikil ró yfir heimilið. Meira »

Ljúffengar lambakótilettur með geggjuðu salati

31.8. Íslenskt lambakjöt er oftast í topp tíu þegar fólk er spurt um uppáhaldsmatinn. Lambakjötið er einnig þannig að það má matreiða það á ótal vegu og alltaf jafnljúffengt. Meira »

Lambakóróna með garðablóðbergssósu

18.7. Þessi uppskrift er til háborinnar fyrirmyndar og ætti að vekja minningar í hjörtum þeirra sem hana prufa. Panko-raspurinn stendur hér upp úr en garðablóðbergssósan er algjörlega geggjuð. Meira »

Grillað lamb með gremolata og kartöflusalati sem leynir á sér

24.6. Lambið er sívinsælt á grillið og skyldi engan undra. Hér gefur að líta grillað lamb með snilldarmeðlæti en það er kartöflusalat sem leynir verulega á sér og gremolata.  Meira »

Grillað lamb með rosalegu kryddsmjöri

20.6. Það er fátt betra á grillið en góð lambasteik og hér getur að líta uppskriftir frá hinum eina sanna Hafliða Halldórssyni sem veit nú meira en flestir hvernig best er að matreiða lamb. Meira »

Lambalæri eins og þú hefur aldrei bragðað það áður

10.6.2018 Það er fátt meira viðeigandi á sunnudegi en gott lambalæri sem mallar í ofninum á meðan fjölskyldumeðlimir býsnast yfir veðrinu. Þetta snýst nefnilega allt um stemninguna og góður matur getur miklu breytt eins og við vitum öll. Meira »

Kryddlegnar lambakótilettur með hvítlauks- og jógúrtdressingu

2.6.2018 Kótilettur eiga alltaf vel við og þessi uppskrfit er fremur frábær og snareinföld. Að auki flokkast hún klárlega sem „gourmet“ enda kemur hún úr smiðju Bon Appetit sem þykir nú með vandaðri matreiðslupésum sem gefinn er út. Meira »

Grillað lamb með pistasíuhjúp

13.4.2018 Það er vor í lofti og ljóst að grillvertíðin er að bresta á. Hér gefur að líta uppskrift að gómsætu lambalæri sem auðvitað má elda innandyra án þess að það bitni á gæðunum. Meira »