Nautakjöt

Lúxusnautasteik með kartöflugratíni

7.2. Það þarf ekki að vera flókið að elda hágæðaveislumáltíð. Hér er uppskrift sem erfitt er að klúðra nema þið takið upp á því að ofelda kjötið. Það er harðbannað eins og þið vitið og munið að láta blessað kjötið hvíla. Meira »

Geggjað teryaki-burrito með mögnuðu meðlæti

29.1. Ef það er einhvern tímann tilefni til að taka taco-trylling þá er það í dag. Það er þriðjudagur og þá er ekkert sem á eins vel við og góður mexíkóskur matur. Meira »

Hátíðar nautalund með geggjuðu meðlæti

22.12. Hér erum við að tala um nautalund sem er með svo geggjuðu meðlæti að búast má við fjöldayfirliði og húrrahrópum við veisluborðið... Meira »

Quesadillas með sweet chili-rjómaosti

18.12. Þessi uppskrift er í senn ósköp aðgengileg, einföld, vandræðalega ljúffeng og mögulega hápunktur dagsins. Það er Svava Gunnars á Ljúfmeti & lekkerheitum sem á heiðurinn af þessari snilld sem á alltaf vel við. Meira »

Dry aged entrecote nautasteik með stökkum smáfrönskum

14.12. Það var einlæg gleði sem skein úr andlitum gesta í Smáralind um síðustu helgi sem fengu óvæntan glaðning úr risastórum jólakassa sem búið var að reisa. Þar fengu gestir að freista gæfunnar með því að ýta á sérstakan takka og jólagjafirnar sem streymdu úr jólakassanum voru ekki af verri endanum. Meira »

Geggjaður forréttur úr smiðju Grillmarkaðsins

30.11. Út er komin bókin Grillmarkaðurinn, sem inniheldur úrval bestu og þekktustu uppskrifta veitingastaðarins vinsæla. Í bókinni er jafnframt að finna uppskriftir sem eru ekki lengur á matseðli og hefur verið sárt saknað. Nokkuð ljóst er að þessi bók er mikill hvalreki fyrir aðdáendur Grillmarkaðarins. Meira »

Dry age rib-eye að hætti mömmu Lindu Ben

19.10. Þetta er mögulega ein óþjálasta fyrirsögn sem sögur fara af sem er svo sem ekkert skrítið enda er hún afar sérstök. Innihald fréttarinnar er þó öllu betra því hér gefur að líta uppskrfit að heilsteiktri rib-eye steik sem matarbloggarinn Linda Ben fullyrðir að sé hreint framúrskarandi. Meira »

Nautatartar úr eldhúsi Slippsins

18.8. Ef það á að skella í góðan tartar er ekki verra að hann sé úr smiðju meistaranna á Slippnum í Vestmannaeyjum. Uppskriftin er spennandi og algjörlega skotheld. Njótið vel! Meira »

Grilluð T-bone steik að hætti meistarans

1.5. Grillsumarið er formlega hafið og hér gefur að líta alvöru djúsí T-bone steik eins og þær gerast bestar.  Meira »

Nautalund með bernaise sósu og ferskum aspas

31.3. Hér er ein klassísk sem getur ekki klikkað enda fátt betra en naut og bernaise sósa. Þessi uppskrift kemur frá Gott í matinn og við segjum bara njótið vel!!! Meira »

Læknirinn mælir með nýrri aðferð við að elda nautakjöt

5.2.2018 Læknirinn í eldhúsinu gerði vel við sig um helgina og eldaði nautasteik eftir nýrri aðferð sem hann segir hafa tekist fullkomlega. „Ég hef síðustu vikur verið að lesa mér til um aðferð sem kallast "reverse searing" sem byggir á því að elda steikina á öfugan hátt miðað við það sem maður myndi hefðbundið gera,“ segir Ragnar sem var alsæll með úttkomuna. Meira »

Bjórlagað chillí con carne

10.9.2017 Hér mætir íslenskur bjór - góðu íslensku nautahakki svo úr verður sérlega bragðmikll og góður réttur. Það væri til dæmis snilld að bjóða upp á þennan rétt með nachos flösgum og einum köldum yfir næsta leik. Meira »

Grilluð nautaspjót með reyktri chimichurri sósu

4.8.2017 Ef þetta er ekki hin fullkomna grillmáltíð þá vitum við ekki hvað. Hér eru nautaspjót þrætt upp á spjót en hæglega má skipta nautinu út fyrir lamb og er það alls ekki síðra. Chimichurri sósan er síðan argentínsk sósa sem setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið. Meira »

Eggsteiktar núðlur með nautastrimlum, papriku og hoisin-sósu

24.10. Þessi einfaldi réttur er í uppáhaldi hjá mörgum enda bæði afskaplega bragðgóður auk þess sem hann er merkilega einfaldur.  Meira »

Núðlusalat með nautakjöti og dressingu sem rífur í

19.8. Þetta salat er bæði ferskt og „spicy“ svo það rífur í. Hér má einnig nota kjúkling eða risarækjur sem er eflaust mjög gott, en þessi uppskrift er með nautakjöti. Meira »

Grillað rib eye með timian smjöri og bökuðum kartöflum

8.6. Sveinn Sævar Frímannson heldur þétt um spaðana á hinum rómaða veitingastað Berlín á Akureyri. Sveinn er jafnframt afkastamikill grillari og þeir sem eru svo heppnir að fylgjast með honum á Snapchat fá oft hressandi matarmyndbönd úr blíðunni fyrir norðan sem hefur verið með eindæmum undanfarið. Meira »

LKL Mínútusteik með kryddsmjöri og spínati

17.4. Hér kemur uppskrift af mínútusteik sem sögð er ofureinföld og sérdeilis bragðgóð. Uppskriftin er lágkolvetna og tilheyrir LKL pakkanum á Einn, tveir og elda sem notið hefur mikilla vinsælda. Meira »

Sjúklegt nautasalat Lindu Ben

25.2. Linda Benediktsdóttir er einn af matgæðingum Matarvefsins en við leitum reglulega til hennar eftir innblæstri og góðum uppskriftum. Að þessu sinni báðum við hana að elda auðveldan en góðan heimilismat sem hentar jafnt á mánudegi sem í matarboðið. Meira »

Nautakjöt með grænu karríi

8.11.2017 Fyrir alla þá sem elska taílenska matargerð er þessi perla sannkallaður hvalreki (ekki þó bókstaflega) því það er engin önnur en Prao Vajra­bhaya, framkvæmdastjóri Thai Choice, sem á heiðurinn af henni. Prao er mikill Íslandsvinur og elskar fátt meira en að elda góðan mat. Meira »