Steik

Lungamjúk lúxus-lund með syndsamlegri sveppasósu

18.5. Leyndarmálið á bak við silkimjúka nautalundina er án efa marineringin en góð marinering getur gert gríðarlega mikið fyrir góðan kjötbita ef hún er góð. Meira »

Nautalund að hætti RVK meat

1.3. Hrópum við ekki halelúja þegar okkur áskotnast uppskrift að nautalund frá steikarstaðnum RKV meat. Með þessa uppskrift að vopni er nánast óhugsandi að eitthvað klikki. Meira »

Lúxusnautasteik með kartöflugratíni

7.2. Það þarf ekki að vera flókið að elda hágæðaveislumáltíð. Hér er uppskrift sem erfitt er að klúðra nema þið takið upp á því að ofelda kjötið. Það er harðbannað eins og þið vitið og munið að láta blessað kjötið hvíla. Meira »

Girnileg kálfalund með sinnepsgljáa

22.12. Svona réttir fá alltaf bragðlaukana til að vakna. Það er erfitt að standast mjúka kálfalund með sinnepsgljáa sem gefur lundinni einstakt bragð. Meira »

Hátíðar nautalund með geggjuðu meðlæti

22.12. Hér erum við að tala um nautalund sem er með svo geggjuðu meðlæti að búast má við fjöldayfirliði og húrrahrópum við veisluborðið... Meira »

Dry aged entrecote nautasteik með stökkum smáfrönskum

14.12. Það var einlæg gleði sem skein úr andlitum gesta í Smáralind um síðustu helgi sem fengu óvæntan glaðning úr risastórum jólakassa sem búið var að reisa. Þar fengu gestir að freista gæfunnar með því að ýta á sérstakan takka og jólagjafirnar sem streymdu úr jólakassanum voru ekki af verri endanum. Meira »

Syndsamlega gott sunnudagslamb með geggjuðu meðlæti

21.10. Er sunnudagshefðin lambalæri og kartöflur á gamla vísu eða er landinn dottinn úr hefðinni? Sama hvort það er hefð eður ei, við erum alltaf til í safaríkt lambalæri sem þetta með grænmeti, kartöflum og nóg af hvítlauk. Meira »

Nautasteik að hætti Marco Pierre White

12.10. Marco Pierre White er með merkilegri matreiðslumönnum veraldar og er saga hans sérlega áhugaverð. Jafnframt kunni hann að elda betur en flestir og því er þessi uppskrift gæðavottuð í gegn ef svo má að orði komast. Meira »

Grillað lamb með gremolata og kartöflusalati sem leynir á sér

24.6.2018 Lambið er sívinsælt á grillið og skyldi engan undra. Hér gefur að líta grillað lamb með snilldarmeðlæti en það er kartöflusalat sem leynir verulega á sér og gremolata.  Meira »

Grillað rib eye með timian smjöri og bökuðum kartöflum

8.6.2018 Sveinn Sævar Frímannson heldur þétt um spaðana á hinum rómaða veitingastað Berlín á Akureyri. Sveinn er jafnframt afkastamikill grillari og þeir sem eru svo heppnir að fylgjast með honum á Snapchat fá oft hressandi matarmyndbönd úr blíðunni fyrir norðan sem hefur verið með eindæmum undanfarið. Meira »

Grilluð T-bone steik að hætti meistarans

1.5.2018 Grillsumarið er formlega hafið og hér gefur að líta alvöru djúsí T-bone steik eins og þær gerast bestar.  Meira »

Nautalund með bernaise sósu og ferskum aspas

31.3.2018 Hér er ein klassísk sem getur ekki klikkað enda fátt betra en naut og bernaise sósa. Þessi uppskrift kemur frá Gott í matinn og við segjum bara njótið vel!!! Meira »

Verður þetta jólasteikin í ár?

10.11.2017 Margir vita fátt betra en góða hreindýrasteik en hér erum við með enn dásamlegri útgáfu og það er hreindýrafillet „wellington“ en eins og allir sannir matgæðingar vita er það innbakað kjöt og ein frægasta eldunaraðferð heims á kjöti. Meira »

Rib-eye-steik með gráðostasmjöri

22.6.2017 Þó að veðrið sé frekar glatað er alveg hægt að henda í eina góða steik. Þessi uppskrift er sérlega girnileg enda kemur hún úr smiðju Jessicu Seinfeld sem er matgæðingur mikill, margfaldur metsöluhöfundur auk þess sem hún er gift grínistanum Jerry Seinfeld. Meira »

Nautasteikin sem er að trylla karlpeninginn

26.5.2017 Nú þegar nautakjöt fæst langtum ódýrara hér á landi þá er ekki úr vegi að birta þá algirnilegustu steikaruppskrift sem sögur fara af. Uppskrift þessi leit fyrst dagsins ljós fyrir rúmum mánuði og hefur síðan þá verið gríðarlega vinsæl á vefsíðum helguðum karlmönnum og áhugamálum þeirra. Meira »

Fáránlega góð föstudagssteik

16.11. Það kannast eflaust margir við það að finnast þeir alltaf vera með það sama í matinn. Hver vikan á eftir annari er eins og sífelld endurtekning. Hér er stórgóður réttur sem verður að prófast með brokkolí og ljúffengri flankasteik. Meira »

Dry age rib-eye að hætti mömmu Lindu Ben

19.10. Þetta er mögulega ein óþjálasta fyrirsögn sem sögur fara af sem er svo sem ekkert skrítið enda er hún afar sérstök. Innihald fréttarinnar er þó öllu betra því hér gefur að líta uppskrfit að heilsteiktri rib-eye steik sem matarbloggarinn Linda Ben fullyrðir að sé hreint framúrskarandi. Meira »

Einfaldasta helgarsteikin

17.8. Hér gefur að líta uppskrift að mögulega einföldustu helgarsteik í heimi. Undirbúningurinn tekur engan tíma, eldunin sáralítinn og útkoman er engu að síður framúrskarandi. Meira »

Grillað lamb með sesam- og appelsínumarineringu

21.6.2018 Það verður seint hægt að fá nóg af góðu kjöti þótt að úti sé skelfingarveður um nánast allt land. En við látum það ekki á okkur fá enda löngu vitað að flest grill eru vatnsheld og við værum ekki Íslendingar nema við grilluðum í öllum veðrum. Meira »

Snöggeldaðar núðlur með gourmet kjöti og eggjum

7.5.2018 Hvað er meira viðeigandi í dag en snöggeldaðar núðlur með gourmet kjöti og soðnum eggjum? Nákvæmlega ekki neitt og því er ekki um annað að ræða en að draga fram grillið eða steikarpönnuna og hefjast handa. Meira »

LKL Mínútusteik með kryddsmjöri og spínati

17.4.2018 Hér kemur uppskrift af mínútusteik sem sögð er ofureinföld og sérdeilis bragðgóð. Uppskriftin er lágkolvetna og tilheyrir LKL pakkanum á Einn, tveir og elda sem notið hefur mikilla vinsælda. Meira »

Fullkomin helgarsteik með óvæntu „tvisti“

2.12.2017 Það góða við steikur er að það er ekkert svo flókið að elda þær. Margur myndi vissulega halda að það væri flókið en það er það bara alls ekki. Þessi uppskrift býður upp á skemmtilegt „tvist“ en það er sítrónumarineringin sem er vandræðalega góð. Meira »

Flanksteik með leynikryddblöndu

20.7.2017 Flanksteik hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mörgum mataráhugafólki enda um virkilega skemmtilegan bita að ræða. Því miður hefur hún ekki verið auðfáanleg hér á landi fyrr en þau gleðitíðindi bárust að hún væri alla jafna til í Matbúrinu úti á Granda. Meira »