Eitt er þó á hreinu og það er að Víkingur Heiðar Ólafsson er ekki eins og aðrir píanóleikarar.
Þetta segir Eystein Sandvik, tónlistargagnrýnandi norska ríkisútvarpsins, NRK, í gagnrýni sinni á tónleika Víkings Heiðars sem fram fóru í Óperuhúsinu í Osló í gærkvöld.
Á tónleikunum spilaði Víkingur verk eftir Ludwig van Beethoven, Johann Sebastian Bach og Fransz Schubert en Víkingur hyggst gefa út hljómplötu, sem ber heitið Opus 109, þann 21. nóvember með útsetningu sinni af verkunum. Íslendingar munu koma til með að fá að heyra Opus 109 á útgáfutónleikum í Hörpu í byrjun aprílmánaðar.
Sandvik segir að í fyrstu virðist sem tónleikar Víkings sé áþekkir öðrum tónleikum píanóleikara, enda hafi verk Beethovens, Bachs og Schubert verið útsett af fjöldanum öllum af tónlistarmönnum. Galdurinn sé þó í smáatriðunum.
Það fyrsta sem lætur tónleika Víkings standa út að mati Sandvik er sú staðreynd að tónleikarnir séu í heild sinni spilaðir í sömu tóntegund. Það sé sérstakt að sjá klassíkan píanóleikara spila án meiri tilbrigða.
Einnig bendir gagnrýnandinn á það að Víkingur spili tónleikana í einni atrennu, án hlés eða lófaklapps. Það geri tónleikana að andlegu og líkamlegu maraþoni.
Gagnrýnandinn telur Víking njóta sín best þegar hann spilar verk eftir Bach og segir hann Víking í raun vera póstmóderníska endurgerð af þýska snillingnum.
Að lokum segir Sandvik að stærsta afrek Víkings á tónleikum sínum í Osló hafi verið að ná að gera þekkt verk að sjaldgæfri og einstakri upplifun.
„Ég hefði sannarlega aldrei haldið að heilt kvöld í E-dúr yrði mesta tónleikaupplifun haustsins,“ segir Sandvik í lok greinar sinnar.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
