Víkingur ausinn lofi í Noregi

Víkingur Heiðar í Eldborg á síðasta ári. Hann kemur til …
Víkingur Heiðar í Eldborg á síðasta ári. Hann kemur til með að snúa aftur í Eldborg í vor. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eitt er þó á hreinu og það er að Víkingur Heiðar Ólafsson er ekki eins og aðrir píanóleikarar. 

Þetta segir Eystein Sandvik, tónlistargagnrýnandi norska ríkisútvarpsins, NRK, í gagnrýni sinni á tónleika Víkings Heiðars sem fram fóru í Óperuhúsinu í Osló í gærkvöld. 

Á tónleikunum spilaði Víkingur verk eftir Ludwig van Beethoven,  Johann Sebastian Bach og Fransz Schubert en Víkingur hyggst gefa út hljómplötu, sem ber heitið Opus 109, þann 21. nóvember með útsetningu sinni af verkunum. Íslendingar munu koma til með að fá að heyra Opus 109 á útgáfutónleikum í Hörpu í byrjun aprílmánaðar. 

mbl.is