„Hvort og hvað er yngra fólkið að lesa?“

Auður Jónsdóttir er barnabarn Nóbelsskáldsins.
Auður Jónsdóttir er barnabarn Nóbelsskáldsins. Samsett mynd/mbl.is/Árni Sæberg/Ólafur K. Magnússon

Auður Jónsdóttir, rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness Nóbelsskálds, spyr sig að því hvers konar bækur ungt fólk á Íslandi sé að lesa, ef það les bækur á annað borð. 

Mbl.is hefur í vikunni fjallað um að innan við þriðjungur framhaldsskólanema lesi skáldsögu eftir Halldór Laxness sem hluta af skyldunámi sínu í íslensku.

Auður var í viðtali hjá fréttastofu Sýnar vegna málsins og skrifaði í kjölfarið færslu á Facebook-síðu sína þar sem hún veltir vöngum yfir stöðu bókmennta meðal ungs fólks og rifjar upp minningar tengdar afa sínum.

mbl.is
Loka