Fyrsta sólóplatan hjá Jóhanni síðan 1999

Jóhann Helgason stígur á svið í Bæjarbíói hinn 18. október.
Jóhann Helgason stígur á svið í Bæjarbíói hinn 18. október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarmaðurinn kunni, Jóhann Helgason, gefur út nýja plötu í mánuðinum og fylgir henni úr hlaði með útgáfutónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði næsta laugardag. Þar mun Jóhann koma fram ásamt einvalaliði hljóðfæraleikara en lögin fyrir plötuna voru tekin upp í upptökuveri í fyrra.

Segja má að Jóhann sé einn af farsælustu lagahöfundum í popptónlistinni á Íslandi en hann er þó ekki þekktastur sem einherji. Dúettar með Magnúsi Þór Sigmundssyni eða Helgu Möller eru víðfrægir og þá hafa ófáir söngvararnir sungið lög Jóhanns í gegnum áratugina. Þrátt fyrir það er þó um níundu sólóplötu Jóhanns að ræða en hann bendir á að langt sé liðið frá þeirri síðustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: