Yo-Yo Ma gefur út verk eftir Viktor Orra

Yo-Yo Ma kom fram á tvennum tónleikum í Hörpu í …
Yo-Yo Ma kom fram á tvennum tónleikum í Hörpu í fyrra. mbl.is/Karítas

Sony Classical gaf á dögunum út safn sem inniheldur þrjár nýjar upptökur með hinum heimsfræga sellóleikara Yo-Yo Ma, þar af eina eftir íslenska tónskáldið Viktor Orra Árnason.

Verk hans, sem ber heitið „Earth Hymn“, er hluti af verkefninu Our Common Nature þar sem Ma ferðaðist í fjögur ár til ólíkra landa með sellóið sitt. Er verkefninu ætlað að kanna hvernig listin tengir mannkynið við náttúruna með djúpstæðum hætti.

„Earth Hymn“ er hluti af tónlistargjörningnum „Ritual“, sem frumfluttur var á lokakvöldi Arctic Circle í fyrra, en hann var að frumkvæði Ma og unninn í samvinnu við Marvaða og Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: