Við erum mikil fórnarlömb

Margrét Ákadóttir og Örn Árna leika saman í spennutryllinum Víkinni.
Margrét Ákadóttir og Örn Árna leika saman í spennutryllinum Víkinni. mbl.is/Ásdís

Leikkonan Margrét Ákadóttir bauð Erni Árnasyni og blaðamanni í kaffi til sín í Mosfellsbæ einn eftirmiðdag í vikunni. Við vorum mætt til að ræða nýjustu kvikmynd þeirra Víkina sem nú er komin í sýningu.

Í myndinni leika þau hjón sem fá óvæntan gest í heimsókn og er óhætt að segja að sú heimsókn sé afdrifarík.

Allir eiga leyndarmál

Hjónin Bragi Þór Hinriksson og Helga Arnardóttir eru framleiðendur kvikmyndarinnar, ásamt Birni Ófeigssyni meðframleiðanda, en Bragi og Helga eiga og reka framleiðslufyrirtækið H.M.S. Productions.

Þau leituðu ekki langt yfir skammt þegar kom að því að ráða í hlutverk aðalleikkonunnar því Margrét er móðir Helgu. Tökustaðurinn var meðal annars við bústað foreldra Braga fyrir vestan en hann er langt frá allri byggð og erfitt að komast þangað nema á bátum og flugvélum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: