„Mikil verðmæti fyrir þjóðina“

Silvana Estrada er frá Mexíkó og hún er bæði lagahöfundur …
Silvana Estrada er frá Mexíkó og hún er bæði lagahöfundur og söngkona. Ljósmynd/Aðsend

Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin er handan við hornið, hefst á morgun, 6. nóvember, og stendur yfir til og með 8. nóvember. Ísleifur Þórhallsson er framkvæmdastjóri hátíðarinnar og Senu Live en eins og mörgum er eflaust í fersku minni tók Sena við rekstri hátíðarinnar árið 2018 og um leið ýmsum skyldum og ábyrgð sem honum fylgja.

„Þá var hún búin að vera til í mjög langan tíma,“ rifjar Ísleifur upp í samtali við blaðamann.

„Þetta byrjaði náttúrlega sem einhver hugmynd hjá Icelandair og tengdum aðilum sem leið til að koma fólki til landsins. Á þeim tíma var allt önnur staða en er í dag, túrisminn er búinn að springa út núna og orðinn risapartur af hagkerfinu en þá voru menn að láta sér detta eitthvað í hug til að koma fólki til landsins. Hátíðin var búin til í ákveðnum tilgangi, að vekja athygli á Íslandi og íslenskri tónlist, og við tökum það mjög alvarlega.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: