Dómur: Á flughálum brautum

Persónur bókarinnar „mynda góða og trúverðuga heild,“ segir rýnir um …
Persónur bókarinnar „mynda góða og trúverðuga heild,“ segir rýnir um bók Vivecu Sten. Ljósmynd/Peter Knutson

Sænski glæpasagnahöfundurinn Viveca Sten hefur sent frá sér spennusöguna Mýrarljós, fjórðu bókina í ritröðinni „Morðunum í Åre“, og heldur sama takti og fyrr. Sagan er ekki aðeins spennandi heldur lýsir hún vandamálum, sem gjarnan blasa við, á raunsæjan hátt og hvaða afleiðingar viðbrögð við þeim, rétt eða röng, geta haft.

Fátt er áhyggjulausara en líf ungra háskólanemenda. Ekkert þykir eðlilegra en að sleppa fram af sér beislinu að loknum prófum, en þótt enginn ætli sér að ganga af björgum fram fara sumir of geyst í gleðinni og skaðinn er skeður áður en nokkur fær rönd við reist. Ábyrgðin vill gleymast á djamminu og hver bendir á annan. Gömul saga og ný.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: