Í kapphlaupi við tímann

Andrew Child aðstoðar nú bróður sinn, Lee Child, við skrifin.
Andrew Child aðstoðar nú bróður sinn, Lee Child, við skrifin. Ljósmynd/Tasha Alexander

Þegar Lee Child sendir frá sér glæpasögu með Jack Reacher í aðalhlutverki má bóka mikla spennu, spillingu, slagsmál, jafnvel töluvert ofbeldi en umfram allt réttlæti.

Allt þetta er til staðar í Útverðinum, 25. bókinni um töffara töffaranna í baráttu ills og góðs, sem höfundurinn skrifaði í samvinnu við bróður sinn Andrew Child.

Söguhetjan Jack Reacher hefur aldrei brugðist og bregður ekki út af vananum, þegar hann óvænt stendur frammi fyrir tilraun til mannráns sem reynist vera í tengslum við alvarlega tölvuárás, sem hefur lamað stjórnkerfi smábæjarins í um 120 km fjarlægð frá Nashville í Bandaríkjunum. Samkvæmur sjálfum sér lætur hann til sín taka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: