Lygin gegnir veigamiklu hlutverki

Spennandi frásögn með sálfræðilegu og heimspekilegu ívafi, segir rýnir um …
Spennandi frásögn með sálfræðilegu og heimspekilegu ívafi, segir rýnir um Villuljós. Ljósmynd/Magnus Ragnvid

Malin Fors er með eftirminnilegustu persónum glæpasagna og Villuljós er með bestu sögum Svíans Mons Kallentofts með lögregluforingjann í aðalhlutverki.

Sagan spinnst út frá líki af óþekktum dreng sem fannst á engi í Linköping í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Malin rannsakar málið en alkóhólisminn og afneitunin eru henni ekki aðeins fjötur um fót heldur er hún á bjargbrúninni og ekki líkleg til stórræða.

Þó að allt gangi Malin í mót skyldi enginn afskrifa hana. Hún er ofurkona og þegar hún er í ham stenst enginn henni snúning. Meira að segja elskhugi hennar finnur rækilega til tevatnsins og á það svo sannarlega skilið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: