Upp komast svik um síðir

Mál 1569 eftir Horst er spennandi og trúverðug glæpasaga.
Mál 1569 eftir Horst er spennandi og trúverðug glæpasaga. Ljósmynd/Anton Soggiu

Skáldskapur er stundum ótrúlega raunsær og glæpasagan Mál 1569 eftir Jørn Lier Horst er gott dæmi. Spennan er mikil og sannleikurinn dýru verði keyptur, en upp komast svik um síðir.

Sumir eru alltaf með hugann við vinnuna. Einn þeirra er William Wisting, lögregluforingi og lykilmaður í glæpasögum Jørns Liers Horsts, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns. Fréttir af horfinni konu sem varð sundurorða við eiginmann sinn skömmu áður vekja athygli lögregluforingjans í fríinu og hann á erfitt með að halda sig frá málsskjölunum. Óundirritað bréf með númeraröðinni 12-1569/99 og engu öðru dreifir huga hans og verður til þess að hann fer að grennslast fyrir um málið, sem hann reiknar út að sé frá miðju ári 1999.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka