Boðar sameiningu fjölmargra stofnana

Á meðal stærstu aðgerða ráðuneytisins er sameining fjölmargra stofnana á …
Á meðal stærstu aðgerða ráðuneytisins er sameining fjölmargra stofnana á sviði menningar og háskólastarfs. Samsett mynd mbl.is/Árni Sæberg/Sigurður Bogi

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hyggst ráðast í víðtækar breytingar og hagræðingar á næstu árum til að auka skilvirkni, bæta þjónustu og nýta fjármuni betur.

Alls eru 21 verkefni þegar í vinnslu og stefnt er að því að ljúka þeim fyrir árið 2030.

Þetta kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins.

Á meðal stærstu aðgerða er sameining fjölmargra stofnana á sviði menningar og háskólastarfs. Kvikmyndasafn Íslands, Hljóðbókasafnið og Landsbókasafnið verða sameinuð, sem og Listasafn Íslands og Listasafn Einars Jónssonar.

mbl.is