Móðir og dóttir flýja hungur

Nanna Rögnvaldardóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir á verðlaunaafhendingunni í Höfða.
Nanna Rögnvaldardóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir á verðlaunaafhendingunni í Höfða. Morgunblaðið/Karítas

„Stúlkan í bókinni er formóðir mín,“ segir Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir, rit­höf­und­ur og þýðandi, handhafi Barna­bóka­verðlaun­a ­Guðrún­ar Helga­dótt­ur í ár. Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri af­henti nýverið verðlaun­in í Höfða.

Verðlaun­in eru veitt ár­lega fyr­ir óprentað hand­rit að barna- eða ung­menna­bók og er samkvæmt til­kynn­ingu ætlað að „hvetja til metnaðarfullra skrifa fyr­ir börn og ung­menni og halda á lofti merkj­um eins okk­ar ást­sæl­asta barna­bóka­höf­und­ar“.

Verðlauna­hand­ritið, sem ber titilinn Flóttinn á norðurhjarann, kem­ur út hjá For­laginu í næsta mánuði en um er að ræða fyrstu bók Nönnu fyrir börn. Hún segist í raun ekki hafa lagt upp með að skrifa barnabók.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: